#33. Ofurkona í orlofi, sjúkdómurinn offita og valdefling kvenna. Bjargey Ingólfsdóttir
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við Bjargeyju Ingólfsdóttur um ofurkonuhlutverkið, sjúkdóminn offitu, efnaskiptaaðgerðir, valdeflingu kvenna, cranio, heilsumissi, lífsorku og fleira.  Bjargey heldur úti hlaðvarpinu Ofurkona í orlofi og hefur óbilandi áhuga á heilsu. Hún missti sjálf heilsuna fyrir mörgum árum og þurfti að finna leiðir til þess að fá hana til baka. Hún byrjaði að hugleiða og hefur það hjálpað henni að minnka verki og tengjast sjálfri sér betur. Útfrá hugleiðslunni leiddist hún svo inn á þær brautir sem hún er á í dag, að stunda jóga og halda sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur með það að markmiði að valdefla þær. Hún komst að því að það er nauðsynlegt að elska sjálfa sig og að tala á vigtinni skiptir engu máli. Ef þú finnur raunverulega að þér þyki vænt um þig þá fyrst kemur virðing og þú hugsar vel um þig segir Bjargey. Hún vill geta hreyft sig, unnið og elt draumana sína en það gæti hún ekki ef hún væri enn 50 kg of þung. Það er þessi andlega vellíðan og þessi sátt sem skiptir máli, að líða vel í eigin skinni. Ég vel að næra mig vel af því að mér þykir vænt um líkama minn og ég vil hugsa vel um hann segir Bjargey. En við erum oft föst í því að við megum ekki elska okkur of mikið, þá finnst okkur við vera sjálfselsk. Í lok þáttarins ræðum við um ofþyngd, offitu og efnaskiptaaðgerðir og hvað sé heilbrigð leið til þess að léttast. Offita er flókið sjúkdómsástand og hún fékk sjálf greininguna hjá lækni á sjúkdómnum offitu árið 2015.  Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér sjúkdóminn geta lesið klínískar leiðbeiningar um meðferð. Bjargey segir að enginn ætti að fara í efnaskiptaaðgerð nema að vera búin að hugsa það alveg í þaula og að það sé eitthvað sem virkilega muni gefa heilsunni meira gildi og vægi. Efnaskiptaaðgerðir hafa bjargað lífi margra en henni finnst ekki í lagi að allir geti gengið inn af götunni og keypt sér efnaskiptaaðgerð. Það þarf að vinna heildrænt með heilsuna og undirbúa sig vel því að þetta er risastórt inngrip sem breytir efnaskiptunum og lífinu til frambúðar. Að lokum ræðum við um hvað það er í raun og veru að vera ofurkona. Áhugasamir geta fylgt Bjargeyju á Instagram:  Bjargey og co og Ofurkona í orlofi   Ekki gleyma að fylgja HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna. Anna...
Published 06/06/24
Published 06/06/24