#38. Það er alltaf von. Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir (Inga)
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Ingibjörgu Jónsdóttur um erfiða æsku, skömm, meðvirkni, baráttu við fíkniefni, innri kraft, mikilvægi hreyfingar og hvernig hún snéri við blaðinu eftir að hún komst að því að hún væri ólétt af dóttur sinni. Þær stöllur ræða einnig um tilgang lífsins, þakklæti, mikilvægi þess að þekkja sig vel, hvað heilsa er dýrmæt og að ekki megi taka henni ekki sem gefnu. Inga eins og hún er alltaf kölluð er nú að ljúka námi í Íþrótta- og heilsufræði við HÍ, stundar jóga og kraftlyftingar og leggur mikinn metnað í að verða besta útgáfan af sjálfri sér til þess að geta gefið eins mikinn kærleika út í umheiminn og til fólksins í kringum sig eins og hægt er. Inga byrjaði að mynda reiði og gremju gagnvart lífinu þegar hún áttaði sig á því að það væri ekki allt með feldu heima hjá sér og að þetta væru ekki eðlilegar aðstæður sem hún var að alast upp í. Hún byrjaði að fikta við reykingar í 7.bekk og byrjaði að drekka stuttu síðar. Í menntaskóla leiddist hún svo út í harðari efni og var í dagneyslu í 10 ár eða þangað til hún varð ófrísk af Ölfu Líf. Sjokkið við það að komast að því að hún ætti von á barni var það mikið að hún réði ekki við það, gekk út af Vogi og datt í það. Hún var þá gengin 12 vikur, fór í sónar og á sónarmyndinni vinkar Alfa eins og hún sé að segja: Hæ mamma ég er að koma og þú þarft að fara að gera eitthvað í þínum málum. Inga fór á fíknigeðdeild viku eftir að hún gekk út af Vogi og lærði loks að þiggja hjálp því að hún gerði sér grein fyrir því að hún væri ekki í neinni stöðu til að díla við þetta sjálf. Hún nýtti sér alla þá aðstoð sem hún gat fengið og var í meðferð og að vinna í sjálfri sér alla meðgönguna. Hún er búin að vera edrú síðan. Inga segir að þetta litla kraftaverk, dóttir hennar, hafi setti alla fjölskylduna á annað level og að hún hafi svo sannarlega bjargað sér. Inga veit hvernig uppeldi hún vill veita dóttur sinni eftir að hafa alist upp við alkóhólisma beggja foreldra, vanrækslu og þurft að sjá mikið um sig sjálf. Hún segist þó aldrei hafa verið reið við foreldra sína og uppeldi því að hún veit að þetta sé sjúkdómur. Foreldrar hennar voru alltaf kærleiksrík og sýndu Ingu og systrum hennar skilyrðislausa ást sem Inga telur eiga stóran þátt í því hversu heil hún kom út úr þessum aðstæðum. Jólin voru til dæmis heilagur tími hjá hennar fjölskyldu. Það var eini tíminn þar sem hún og systur hennar gátu gengið að því vísu að foreldrar þeirra væru edrú. Inga er ekki hrædd við fíknina og eins og þið munið heyra á þessu einlæga spjalli er hún með einstakt hugarfar og sér tilgang lífsins í nýju ljósi. Hún segir að það sé alltaf hægt að snúa við blaðinu, hversu vonlaus sem staðan virðist vera. Það er ekki auðvelt en það er hægt. Heilsa fyrir Ingu er jafnvægi á milli allra boltanna sem þú ert með á lofti í lífinu og hún segir það besta sem hún geti gert fyrir eigin heilsu sé að þekkja sín mörk, hvar þau liggja, hlusta á þau og fylgja því eftir. Einnig að þora að tjá sig og þora að vera hún sjálf. !!!Hlaðvarpið Með lífið í lúkunum er unnið í samstarfi við Nettó.  Ekki gleyma að fylgja þeim á Instagram @netto.is Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna. Anna...
Published 06/06/24
Published 06/06/24