#36. Hættu að heyra og byrjaðu að hlusta. Laufey Haraldsdóttir
Listen now
Description
Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó. Nýtið ykkur 25% appslátt af öllum vörum frá Änglamark til 10.mars þegar þið verslið í appinu. Í þættinum ræðir Erla við Laufeyju Haraldsdóttur um markþjálfun, hvernig við kveikjum  í eldinum innra með okkur, hvernig við tengjumst okkur sjálfum betur, sjálfsvirðingu, innsæi og hvernig við hættum að heyra og byrjum að hlusta. Laufey er stofnandi og framkvæmdarstjóri Virkja og er með PCC gæða vottun frá ICF í markþjálfun. Hún elskar að kenna markþjálfun og brennur fyrir að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að vaxa og þróast og elskar að virkja töfrana hjá öðrum og sjá þá birtast í líðan þeirra. Gildi Virkja eru fagmenska, alúð og dýpt Laufey er með afar fallega sýn á lífið. Faðir hennar lést 67 ára, þegar hann ætlaði loksins að fara að njóta lífsins. Þetta var henni erfitt en leiddi þó til jákvæðra breytinga því að Laufey leit á það sem gjöf að fá þessa áminningu. Hún ákvað að byrja sína vegferð að hlusta á innsæið og hjartað. Laufey bendir á það að við þurfum að líta inn á við og tengjast okkur sjálfum betur og velja okkar eigin framtíð. Markþjálfun er tól til þess að komast þaðan sem við erum, þangað sem okkur langar að komast. Hlutverk markþjálfa er að astoða fólk við að vita hvað þau vilja og tengjast svörunum sínum. Laufey mælir með að þú spyrjir þig reglulega spurninga eins og hvernig líður mér? og langar mér að líða svona? Áhugasamir geta fylgt Laufeyju og Virkja á Instagram Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna. Anna...
Published 06/06/24
Published 06/06/24