#32. Að umturna vinnubrjálæði í innri ró. Björgvin Franz Gíslason og Berglind Ólafsdóttir
Listen now
Description
Í þessum skemmtilega þætti ræðir Erla við hjónin Björgvin Franz og Berglindi um vinnubrjálæði, orkustjórnun, áföll, innri vinnu, hjónabandsráðgjöf, þriðju vaktina, hugvíkkandi efni og hvernig ,,tól" eins og núvitund, hugleiðsla, húmor, tónheilun og jóga ,,groundar” okkur og hjálpar okkur að finna jafnvægi. VARÚÐ! Mikil hlátrasköll inn á milli. ;) Viðtalið er blanda að gleði og alvarleika eins og lífið sjálft. Mikið hlegið og grínast en einnig kafað ofan í líðan, tilfinningar, samskipti hjóna, forgangsröðun og hvernig við getum hlaðið batteríin. Berglind starfar sem fjölskyldufræðingur og er með Master of marriages and family therapy og elska vinnuna sína. Hún hefur unnið sem þerapisti í 10 ár og hefur mikinn áhuga á heilsu. Hún er einnig tónheilari og aðstoðarkona í Kap og elskar að vera í flæði.  Hún segir heilsu vera það að vera í jafnvægi og vita hvernig við ætlum að ná því án öfga. Hún er búin að prófa alls konar öfga en segist loksins hafa fundið jafnvægi 47 ára gömul. Berglind hefur nýverið lokið námi í tengslum við hugvíkkandi efni, en tekur fram að þrátt fyrir gagnsemi þá er það ekki fyrir alla og þarf að gera undir handleiðslu fagaðila. Berglid segir að rannsóknir sýni að hugvíkkandi efni geta haft jákvæð áhrif á þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og fíknir.  Björgvin Franz segist vera leitandi maður og sé enn að skilgreina það hver hann er. Hann hefur farið í gegnum áföll og fíknir og þannig neyðst til þess að vinna með sjálfan sig en nú er það orðið að áhugamáli. Hann var vinnubrjálæðingur og trúði því að með því að eyða nógu mörgum klukkutímum í eitthvað þá hlyti að koma eitthvað stórkostlegt út úr því. Hann fór að eigin sögn úr 300% vinnu yfir í það að vera heimavinnandi faðir þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna. Hann skyldi ekki afhverju hann var svona dapur þegar hann hafði fjölskyldu, vini, sól og sundlaug og það var ekki fyrr en hann krassaði að hann sá hvað þyrfti að breytast. Björgvin umturnaði vinnubrjálæði sinni í minni vinnu og meiri samveru með fjölskyldu og vinum. Hann segist vera bæði betri starfskraftur og faðir fyrir vikið. Áður taldi hann jóga bara vera fyrir skrýtnar grænmetisætur í gammósíum en stundar það nú sjálfur af kappi eftir að hafa uppgötvað kosti þess fyrir heilsu sína.  Hjónin ræða á einlægan hátt um hjónabandið og hvernig það er vinna að sinna því vel.  Þau segjast finna saman leiðir til þess að sinna hjónabandinu og fjölskyldunni með samvinnu, skipulagi og samkomulagi. Það sé þægilegra fyrir alla að hafa skýrt skipulag því þá sé engin frústrasjón og enginn með samviskubit. Áhugasamir geta fylgt Björgvini á Instagram.  Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna. Anna...
Published 06/06/24
Published 06/06/24