#31. Gríptu þig núna. Kristín Berta Sigurðardóttir
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Bertu Sigurðardóttur heilsunuddara um þakklæti, félagslega heilsu, streitu, þreytu, kvíða, krabbamein, áhrif áfalla á ónæmiskerfið og áhrif veikinda á andlegu hliðina.  Í miðjum covid faraldri greindist Kristín Berta með brjóstakrabbamein og þurfti að hægja verulega á eftir að hafa verið á hamstrahjólinu í áratugi, eins og hún orðar það. Hún tók þó fljótlega ákvörðun um að láta þetta ekki buga sig og gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að komast heil í gegnum þessi veikindi.  Kristín Berta snéri við blaðinu eftir 20 ár í bankageiranum, söðlaði um og lærði til heilsunuddara. Hún brennur nú fyrir það að aðstoða fólk að bæta heilsu sína og vinnur mjög heildrænt. Hún segir að það sé fátt jafn heilandi eins og einlæg snerting með heiðarlegum og fallegum ásetningi. Kristín Berta segir einnig að hún sé betri meðhöndlari vegna krefjandi lífsreynslu og þeirrar visku, þroska og dýptar hún hefur öðlast í gegnum lífið. Heilræði frá Kristínu Bertu: Gefðu þér andrými til þess að tékka inn á við, raunverulega athuga hvernig þér líður. Hvað þarf ég, hvað nærir mig, hvað langar mig? Það gerir þetta enginn fyrir þig. Maður verður að bjarga sér sjálfur en maður getur hins vegar fengið stuðning. Hver og einn þarf að bera ábyrgð á eigin heilsu. Gríptu þig núna, áður en þú þarft að fara að vinna þig til baka. Það tekur kannski mörg ár. Við erum með lífið í lúkunum alla daga.  Áhugasamir geta fylgst með Kristínu Bertu á Birta heilsa  Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna. Anna...
Published 06/06/24
Published 06/06/24