#43. Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull? Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við Dr. Sigurbjörn Árna Arngrímsson um  lífið og tilveruna, sveitalífið, hlutverk íþrótta, starfið sem kennari og skólameistari, baráttu hans við krabbamein og mikilvægi þess að vera með húmorinn að vopni.  Sigurbjörn Árni eða Bjössi eins og hann er oftast nefndur er skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum og er einnig einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar. Ég efast um að nokkur geti lýst frjálsum íþróttum með slíkri innlifun. Bjössi gæti gert það spennandi að horfa á málningu þorna.   Bjössi er fæddur árið 1973 og alinn upp í Mývatnssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum árið 1993, kláraði B.S.Ed.-gráðu í heilsu- og íþróttafræði frá Háskólanum í Georgíu í Aþenu í Bandaríkjunum árið 1996 og lauk svo meistara- og doktorsprófum frá sama skóla árin 1998 og 2001 í íþróttafræði með sérhæfingu í þjálfunarlífeðlisfræði. Hann starfaði við Háskóla Íslands (og Kennaraháskóla Íslands fyrir sameiningu) frá árinu 2001 sem lektor, dósent og prófessor og hefur verið skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum frá árinu 2015. Bjössi ætlaði alltaf að verða íþróttakennari og bóndi og rekur nú bú með kindum og hestum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir sauðfjárræktina næra vísindamanninn í sér og segir ekkert gera eins mikið fyrir geðheilsuna og það að fá lambaknús! Bjössi hefur ávallt verið góður námsmaður en segir að íþróttirnar hafi gefið sér mest og séu stór hluti af hans sjálfsmynd. Ef hann hefði geta valið um að fá Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull þá segist hann alltaf hafa valið gulllið þar sem að hann hafði miklu meira fyrir íþróttunum og langaði miklu meira að vera góður í íþróttum. Bjössi hefur verið að glíma við krabbamein síðustu ár og skrifar reglulega pistla um það á FB síðu sinni.  Hann fékk líftæknilyf árið 2021 sem virkuðu í smá tíma og hætti alveg á lyfjunum í apríl 2022. Hann er enn með mein víða um líkamann en veit ekki hvort að þau séu virk og vill ekki ,,pota" í sofandi risa til að komast að því.  Bjössi er frekar léttur að eðlisfari og sér kómísku hliðarnar á hlutunum. Hann er vinnusamur og samviskusamur og vill alltaf gera hlutina vel. Ekkert hálfkák, en hann segist samt alveg kunna að slaka á.  Heilsa fyrir Bjössa er að hafa þennan möguleika að gera það sem þig langar til að gera.  ,,Maður ætti kannski að hægja á sér, staldra við og njóta lífins meira og litlu hlutanna en ég hef held ég aldrei haft meira að gera en þennan veturinn", segir Bjössi.  ,,Lífið er núna er stundum að mínu mati afsökun fyrir hömluleysi. Lífið er vissulega núna en stundum verður lífið betra á morgun eða eftir viku ef þú lætur eitthvað á móti þér núna. Það er hollt fyrir alla að bíða stundum." segir hann að lokum.  Sendu HeilsuErlu skilaboð Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Hjördísi Ýrr Skúladóttur, formann MS félags Íslands um MS-sjúkdóminn,  fjölbreytt einkenni hans, greiningu, úrræði, tegundir lyfja og hvernig heilbrigður lífstíll getur haft áhrif á framgang sjúkdómsins og einkenni hans.  MS-sjúkdómurinn er oft nefndur sjúkdómurinn með...
Published 05/09/24
Published 05/09/24
Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó en Naglinn segir Nettó vera útópíu heilsumelsins því þar fæst gríðarlegt úrval af heilsuvörum og bætiefnum. Í þættinum ræðir Erla við Ragnhildi Þórðardóttur sálfræðing um heilsuhegðun og ráðleggingar varðandi æfingar, mataræði og bætiefni, sérstaklega...
Published 05/02/24