Episodes
Í þessum skemmtilega þætti ræðir Erla við hjónin Björgvin Franz og Berglindi um vinnubrjálæði, orkustjórnun, áföll, innri vinnu, hjónabandsráðgjöf, þriðju vaktina, hugvíkkandi efni og hvernig ,,tól" eins og núvitund, hugleiðsla, húmor, tónheilun og jóga ,,groundar” okkur og hjálpar okkur að finna jafnvægi. VARÚÐ! Mikil hlátrasköll inn á milli. ;) Viðtalið er blanda að gleði og alvarleika eins og lífið sjálft. Mikið hlegið og grínast en einnig kafað ofan í líðan, tilfinningar, samskipti...
Published 02/02/24
Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Bertu Sigurðardóttur heilsunuddara um þakklæti, félagslega heilsu, streitu, þreytu, kvíða, krabbamein, áhrif áfalla á ónæmiskerfið og áhrif veikinda á andlegu hliðina.  Í miðjum covid faraldri greindist Kristín Berta með brjóstakrabbamein og þurfti að hægja verulega á eftir að hafa verið á hamstrahjólinu í áratugi, eins og hún orðar það. Hún tók þó fljótlega ákvörðun um að láta þetta ekki buga sig og gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að komast...
Published 01/26/24
Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Lindu Kaldal, heilsumarkþjálfa og viðskiptafræðing um þarmaflóruna, hormónaraskandi efni, gervimat, sætuefni, heilbrigða lifnaðarhætti, sjálfsást og fleira.  Fyrir 16 árum stóð Kristín uppi atvinnulaus, allt of þung og heilsulítil. Hún segist hafa verið manneskjan sem reykti, drakk pepsí max, borðaði Gordon Bleu og var bara ekkert að spá í þetta en klessti svo á sinn vegg og þá allt í einu kom einhver vakning. Kristín fór til læknis sem ætlaði að skrifa upp...
Published 01/19/24
Í þættinum ræðir Erla við Gísla Gunnarsson, stjörnuspeking um það hvernig stjörnuspeki getur verið tækifæri og verkfæri til þess að kynnast sjálfum sér til vaxtar.  Gísli segir stjörnuspeki snúast um sjálfsþekkingu og vera frábært verkfæri til þess að gera okkur ljóst hvernig við erum frábrugðin öðrum og hvernig við erum sérstök. Stjörnuspeki getur aukið meðvitund á tilfinningalífinu, hvernig þú ert sem karakter og hvernig þú hugsar því að við getum nýtt okkur upplýsingarnar til þess að læra...
Published 01/12/24
Í heilsumola dagsins fer Erla yfir hvernig við setjum okkur góð markmið og spjallar við Stein Jóhannsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um markmiðasetningu og hvernig markmiðasetning getur nýst bæði í íþróttum og í lífinu almennt.  Af hverju getur verið gott að setja sér markmið? Til þess að vita hvert þú vilt stefna, þ.e. hvaða þætti heilsunnar þú vilt bæta er nauðsynlegt að setja sér markmið. Heilsutengd markmið geta verið allt sem hefur góð áhrif á þína heilsu. Svefn, hreyfing,...
Published 01/07/24
Í þættinum ræðir Erla við Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur, 80 ára magnaða konu sem er doktor í talmeinafræðum um vini og óvini raddarinnar, raddvenjur, umhverfisáhrif, þekkingarleysi, talkerfið, hávaða í námsumhverfi barna, áhrif raddheilsu á lífsgæði og fleira.  Valdís Ingibjörg hefur unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár. Hún er með mastersgráðu (M.Phil frá Strathclyde University; Glasgow 1996) og doktorsgráðu (PhD frá Tampere í Finnlandi, 2003) í rödd og raddumhirðu (voice ergonomics). Valdís...
Published 01/05/24
Þátturinn vikunnar er gerður í samstarfi við Spíruna. Spíran er fjölskylduvænn Bistro staður í Garðheimum þar sem þú færð heiðarlegan, hollan og góðan mat lagaðann af ást og alúð.  Fylgið Spírunni á Instagram. Í þættinum ræðir Erla við Bergsvein ÓIafsson, sem flestir þekkja sem Begga Ólafs um heilsu, innihaldsríkt líf, tilfinningar, tilgang, hamingju, gervigreind, hvernig við getum haft jákvæð áhrif á aðra bæði nákomna og ókunnuga og margt fleira. Um er að ræða einlægt spjall um það...
Published 12/29/23
Þátturinn vikunnar er gerður í samstarfi við Spíruna. Spíran er fjölskylduvænn Bistro staður í Garðheimum þar sem þú færð heiðarlegan, hollan og góðan mat lagaðann af ást og alúð.  Fylgið Spírunni á Instagram. Í þættinum ræðir Erla við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur um hamingju, eitraða jákvæðni, velsældarhagkerfi, lýðheilsu og jákvæða sálfræði. Þær ræða hvað það er mikilvægt að hafa hugrekki til þess að upplifa allar tilfinningar og hvernig við þurfum að vera þátttakendur í eigin lífi.  Dóra...
Published 12/22/23
Á þessum árstíma er oft mun meira af freistingum í kringum okkur, konfekt, smákökur og alls kyns gotterí og þá er einfaldlega líklegra að við borðum meira af því en áður. Þá er bara að vera meðvitaður um það en ekki að banna sér allt! Njóttu hátíðanna! Þetta snýst ekki um hvað þú borðar milli jóla og nýárs heldur hvað þú borðar milli nýárs og næstu jóla. Þetta snýst um stöðugleika og að borða yfirleitt holla og góða fæðu en að leyfa sér af og til (80/20 reglan). Það sama á við um jólin og þó...
Published 12/19/23
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Claessen um foreldrakulnun, taugakerfið, meðvirkni, að setja mörk, hvað það er að vera nóg eða gera nóg og hvernig við getum minnkað áreiti og streitu. Anna Claessen er alþjóðlega vottaður markþjálfi og einkaþjálfari á daginn og kennir dans og skemmtir með Happy Studio á kvöldin. Hún er með heimasíðuna www.annaclaessen.com þar sem hún býður upp á kulnunarnámskeið og á fyrirlestra um streitu. Hún brennur fyrir að hjálpa fólki að gera drauma sína að veruleika...
Published 12/15/23
Í þættinum ræðir Erla við Davíð Tómas Tómasson, aka Dabba T, einn fremsta körfuknattleiksdómara landsins, fyrrum bootcamp þjálfara, tónlistarmann og fyrirlesara um samskipti, sjálfstal, þrautsegju, erfiða æsku, sjálfsvinnu og hvernig hann hefur alla ævi verið að vinna að því að fylla ,,tóm" innra með sér. Davíð er þekktur fyrir það að fara ,,all-in" í það sem hann tekur sér fyrir hendur og mögulega er það ein af stóru ástæðunum fyrir því að honum tókst fyrir 11 árum síðan að snúa við...
Published 12/08/23
Notaleg 15 mínútna leidd hugleiðsla.  Þessi hugleiðsla gengur meðal annars út á það að beina athygli að líkamshlutum í ákveðinni röð og meðvitað slaka á þeim. Við slíka tilfærslu á athygli innan líkamans eykst skynjun iðkandans og hann nær djúpri slökun en markmið er að halda meðvitundinn vakandi.  Komdu þér þægilega fyrir í liggjandi stöðu og njóttu þess að slaka á og fara í ferðalag um líkamann. Þú kemur til baka endurnærð/ur.  Fylgið HeilsuErlu á Instagram
Published 12/03/23
Gestir þáttarins eru þær stöllur og vinkonur Margrét Leifsdóttir arkítekt og heilsumarkþjálfi og Guðrún Tinna Thorlacius þroskaþjálfi, markþjálfi, homopati og fleira. Þær fara um víðan völl í þessu áhugaverða spjalli og ræða meðal annars um ávinning sjóbaða, kuldaþjálfun, föstur, blóðsykur, homopatíu, sjáfsmildi, tarot og mikilvæg góðrar heilsu.  Sjóðbaðsleikjanámskeiðin þeirra Glaðari þú eru gífurlega vinsæl og næsta námskeið hefst 5.desember 2023. Hugmyndafræði þeirra snýst um að stunda...
Published 12/01/23
Í þessum heilsumola ræðir Erla við Sólrúnu Ósk Lárusdóttur, sálfræðing um prófkvíða, afhverju hann stafar og hvað er hægt að gera til þess að minnka áhrif hans á okkur.  Fylgið HeilsuErlu á Instagram
Published 11/26/23
Í þættinum ræðir Erla við Rögnu Þóru Ragnarsdóttur, eiginkonu Guðlaugs Níelssonar eða Gulla eins og hann er ávallt kallaður. Gulli sem er 67 ára gamall greindist með Alzheimer fyrir tæpum 6 árum síðan og sjúkdómurinn er nú kominn á það stig að suma daga nær Ragna ekki augnsambandi við hann, aðra daga í sekúndu og sekúndu og einstaka sinnum fær hún bros. Brosin hans eru samt orðin mjög takmörkuð auðlind og gefin sparlega. Í þessu einlæga viðtali segir Ragna Þóra frá sjúkdómnum frá sjónarhorni...
Published 11/24/23
Í þættinum ræðir Erla við hjónin Bjarna Karlsson og Jónu Hrönn Bolladóttur um lífið, preststarfið, hegðun, mótbyr og meðbyr í trú á Íslandi, samkennd, hörmungarnar í Grindavík, hjónabandið, lýðheilsu og margt fleira. Bjarni og Jóna Hrönn eru bæði prestar og leiðir þeirra lágu saman í guðfræðideildinni í Háskóla Íslands fyrir nokkrum áratugum. Jóna Hrönn hefur starfað sem prestur í 40 ár og er nú sóknarprestur í Garðaprestakalli. Hún telur það lýðheilsumál að efla almenna kurteisi og...
Published 11/17/23
Í þættinum ræðir Erla við Ágúst Kristján Steinarsson stjórnendaráðgjafa, rithöfund, tónlistarmann og fyrirlesara um magnaða lífsreynslu hans og baráttu við geðhvörf, geðrof, sáraristilbólgur og krabbamein. Fyrir um tíu árum síðan gekk Ágúst Kristján í gegnum sína alvarlegustu maníu þar sem hann endaði nakinn á torgi í  Kaupmannahöfn. Eftir 14 ára rússíbanareið með síendurteknum spítalavistum og fleiri áföllum hafði hann litla von um að lífið gæti orðið gott, hvað þá í jafnvægi. Það andstæða...
Published 11/10/23
Þessi þáttur er í boði UNBROKEN  Í þessu einlæga spjalli ræðir Erla við hjónin Evert Víglundsson og Þuríði Guðmundsdóttur um foreldrahlutverkið, áhrif svefns, hreyfingar, mataræðis, öndunar og fleira á líkamlega heilsu okkar og hvernig heilsan er það síðasta sem við viljum missa og það fyrsta sem við viljum ná í aftur ef við ,,missum" hana.   Hlustendur fá að heyra um heilsuvenjur þeirra, hvað heilsa er fyrir þeim og hvert þau telja vera hlutverk kírópraktors og þjálfara í heilsueflingu...
Published 11/03/23
Í þessum áhugaverða þætti ræðir Erla við Margréti Örnu Arnardóttur, íþróttafræðing, jógakennara, heilara og meðferðaraðila um um jóga, heilun og bandvefslosun og hvað það er miklvægt að tengjast sjálfum sér og hlusta á innsæið og líkamann. Ástríða Margrétar Örnu er að hjálpa öðrum að finna sína eigin verðleika og gleði í lífinu þannig að hver einstaklingur geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér. Einkunnarorð hennar eru heilbrigði, hreyfigeta, verkjalosun, hamingja og lífsgæði. Margrét Arna...
Published 10/27/23
Í þessum bráðskemmtilega þætti ræðir Erla við Önnu Steinsen, fyrirlesara, stjórnendamarkþjálfa, heilsumarkþjálfa og jógakennara um heilsu, seiglu, þrautseigju, mun milli kynslóða, kvíða, streitu og margt fleira. Anna er mikill húmoristi og þeir sem þekkja Önnu vita að þar sem hún er, er aldrei leiðinlegt. Þið verðið ekki svikin af þessari hlustun. Anna er einn af stofnendum og eigendum Kvan og hefur sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún er einn af vinsælustu fyrirlesurum...
Published 10/20/23
Í þættinum ræðir Erla við Dr. Erlu Björnsdóttur sálfræðing og stofnanda Betri svefns um hvernig heilsa okkar hefur áhrif á svefn og hvað góður svefn getur haft gífurlega jákvæð áhrif á heilsu okkar. Þær nöfnur ræða um kæfisvefn, svefnlyfjanotkun, svefnvenjur ungmenna, neföndun á nóttunni, svefnstigin fjögur og hvernig þau skipta öll máli í heildarmyndinni og ýmislegt fleira er tengist svefni og heilsu. Dr. Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og...
Published 10/13/23
Hlustendur hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum fá 20% afslátt af Under Armour og Mizuno vörum í Altis Bæjarhrauni, Altis.is og Under Armour verslun í Kringlunni út október 2023 með því að nota kóðann "heilsuerla". Í þættinum ræðir Erla við Ásdísi Hjálmsdóttur, hugarfarsþjálfara, íþróttakonu og fyrrum afrekskonu í frjálsum íþróttum um afreksíþróttir og heilsu, hugarþjálfun og hvað getur haft jákvæð áhrif á almenna heilsu okkar. Ásdís var fremsti spjótkastari landsins í mörg ár og keppti á...
Published 10/07/23
Í þættinum ræðir Erla við Hildi Kristínu Sveinsdóttur, sjúkraþjálfara og eiganda Sjúkrasport (Sjúkraþjálfunin í Sporthúsinu). Hildur Kristín ræðir um starf sjúkraþjálfara frá sínu sjónarhorni og hvernig henni þætti réttara að stéttin héti ,,stoðkerfisfræðingar" sem er meira lýsandi fyrir hennar starf.  Hún vinnur mjög heildrænt og tekur inn í myndina alla ,,vinkla" sem hafa áhrif á heilsuna þegar hún vinnur með skjólstæðinga sína og segir í viðtalinu frá mjög fróðlegum dæmum um hvað getur...
Published 10/01/23
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Sigurðardóttur, sálfræðing og stofnanda og eiganda Samkenndar Heilsuseturs um það hvernig hún missti heilsuna eftir röð áfalla og hvernig hún hefur hægt og rólega komist aftur til betri heilsu. Þær stöllur ræða um hlutverk sálfræðinga, um skömm, sorg,  samkennd, örmögnun, kulnun og heilsumissi. Anna útskýrir á skemmtilegan hátt afhverju það er svo erfitt að breyta venjum. Þær ræða einnig um hvað það er mikilvægt að umvefja sig fólki sem nærir mann og eiga...
Published 09/24/23
Ég minni hlustendur hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum að  með því að nota kóðann "heilsuerla" og fáið þið 20% afslátt af Under Armour og Mizuno vörum í Altis Bæjarhrauni, Altis.is og Under Armour verslun í Kringlunni út október 2023. Í þættinum ræðir Erla við Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðing með meiru um fjárhagslega heilsu og hvað fjárhagslegt heilbrigði er og hvað það er ekki og hvernig fjármál geta haft áhrif á almenna heilsu okkar. Björn bendir á mikilvægi þess að nálgast...
Published 09/18/23