#14. Heildræn heilsa. Hildur Kristín Sveinsdóttir
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við Hildi Kristínu Sveinsdóttur, sjúkraþjálfara og eiganda Sjúkrasport (Sjúkraþjálfunin í Sporthúsinu). Hildur Kristín ræðir um starf sjúkraþjálfara frá sínu sjónarhorni og hvernig henni þætti réttara að stéttin héti ,,stoðkerfisfræðingar" sem er meira lýsandi fyrir hennar starf.  Hún vinnur mjög heildrænt og tekur inn í myndina alla ,,vinkla" sem hafa áhrif á heilsuna þegar hún vinnur með skjólstæðinga sína og segir í viðtalinu frá mjög fróðlegum dæmum um hvað getur haft áhrif á líkamlega heilsu okkar. Hildur er menntuð sem bæði íþróttakennari og sjúkraþjálfari og hefur sótt fjölda námskeiða á sínum langa starfsferli. Þessa miklu reynslu hefur hún nýtt til að vinna með stoðkerfi almennings og einnig mikið með afreksfólki í  íþróttum . Áhugasamir geta fylgt Hildi og Sjúkrasport á Instagram Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24