#26. Hamingja, velsæld og eitruð jákvæðni. Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.
Listen now
Description
Þátturinn vikunnar er gerður í samstarfi við Spíruna. Spíran er fjölskylduvænn Bistro staður í Garðheimum þar sem þú færð heiðarlegan, hollan og góðan mat lagaðann af ást og alúð.  Fylgið Spírunni á Instagram. Í þættinum ræðir Erla við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur um hamingju, eitraða jákvæðni, velsældarhagkerfi, lýðheilsu og jákvæða sálfræði. Þær ræða hvað það er mikilvægt að hafa hugrekki til þess að upplifa allar tilfinningar og hvernig við þurfum að vera þátttakendur í eigin lífi.  Dóra Guðrún er klínískur sálfræðingur með doktorsgráðu í lýðheilsu og starfa sem sviðstjóri hjá Embætti landlæknis. Hún er einnig kennslustjóri i í jákvæðri sálfræði við Háskóla Íslands sem er  diplomanám á meistarastig auk þess að vera forseti Evrópusamtaka um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún hefur frá unga aldri vitað að hún vill hjálpa fólki að njóta lífsins og fór í klaustur í 3 mánuði aðeins tvítug að aldri til þess að kynnast sjálfri sér betur og velta því fyrir sér hvað hana langaði að gera við líf sitt. Hún hefur rannsakað hvað það er sem einkennir fólk sem líður vel og gengur vel og segir að leiðin að hamingju sé ekki að útrýma öllum óþægilegum hugsunum eða sársauka heldur það að finna sáttina og takast á við það á einhvern uppbyggilegan hátt. Hún segir bestu skilgreininguna á hamingju vera að hún er heildarsumma sársauka og ánægju. Dóra Guðrún segir heilsueflingu snúast um að skapa aðstæður þar sem holla valið er auðvelt. t.d. að minnka aðgengi að því sem skaðar heilsu okkar og auka aðgengi að því sem er hollt. Þá telur hún að það sé brýnt að kenna börnum félags- og tilfinningafærni snemma og að sú kennsla verði ein af grunnstoðum menntunar. Við bætum lýðheilsu Íslendinga með því að hafa það sem markmið að auka heilsu og velllíðan og vinna markvisst að því. Heilsuefling er sameiginlegt hlutverk allra, á öllum stigum samfélagsins. Ríkisstjórnin þarf að gera sitt, svo sveitafélagið, skólar og vinnustaðir, fjölskyldur og loks einstaklingarnir sjálfir. Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24