#20. Riddari hringavitleysunnar. Geðhvörf og heilsa. Ágúst Kristján Steinarsson
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við Ágúst Kristján Steinarsson stjórnendaráðgjafa, rithöfund, tónlistarmann og fyrirlesara um magnaða lífsreynslu hans og baráttu við geðhvörf, geðrof, sáraristilbólgur og krabbamein. Fyrir um tíu árum síðan gekk Ágúst Kristján í gegnum sína alvarlegustu maníu þar sem hann endaði nakinn á torgi í  Kaupmannahöfn. Eftir 14 ára rússíbanareið með síendurteknum spítalavistum og fleiri áföllum hafði hann litla von um að lífið gæti orðið gott, hvað þá í jafnvægi. Það andstæða gerðist þó og hann segir að síðustu tíu ár hafi verið mögnuð og hann verið knúinn áfram af því að láta gott af sér leiða. Ágúst Kristján gaf út bókina Riddarar hringavitleysunnar árið 2018 sem er mögnuð frásögn af lífsreynslu hans. Bókin er sett upp eins og skáldsaga og upplifa lesendur hana því gjarnan jafn fyndna og hún er átakanleg, sem gerir hana svo aðgengilega. Auk þess hefur Ágúst frætt starfsfólk geðdeilda, háskólanema, ýmis hagsmunasamtök og vinnustaði. Áhugasamir um fyrirlestra Ágústar geta fundið upplýsingar hér. Fyrir Ágústi er heilsa gjöf, gjöf sem er ekki sjálfsögð og í þættinum segir hann frá því hvað það er mikilvægt að lifa í eigin takti og hvernig hann hugar að sinni heilsu.    Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24