#23. Glaðari þú, sjóböð og heilsa. Guðrún Tinna Thorlacius og Margrét Leifsdóttir
Listen now
Description
Gestir þáttarins eru þær stöllur og vinkonur Margrét Leifsdóttir arkítekt og heilsumarkþjálfi og Guðrún Tinna Thorlacius þroskaþjálfi, markþjálfi, homopati og fleira. Þær fara um víðan völl í þessu áhugaverða spjalli og ræða meðal annars um ávinning sjóbaða, kuldaþjálfun, föstur, blóðsykur, homopatíu, sjáfsmildi, tarot og mikilvæg góðrar heilsu.  Sjóðbaðsleikjanámskeiðin þeirra Glaðari þú eru gífurlega vinsæl og næsta námskeið hefst 5.desember 2023. Hugmyndafræði þeirra snýst um að stunda sjóböð í mildi, með leikgleði að leiðarljósi. Guðrún Tinna hefur brennandi áhuga á heilsueflingu, að efla fólk til betra lífs og að finna leiðir til að að sækja fram og upplifa meira á heilnæman og náttúrulegan hátt. Á heimasíðunni Náttúrulega.is má finna vörur, námskeið, eflandi heilsu- og dekurferðir, samtöl og ráðgjöf fyrir einstaklinga eða hópa, hópefli og vinnustaða sjóbaðsfjör. Margrét brennur fyrir heilsu og markmið hennar er að aðstoða aðra við að breyta hugarfari sínu svolítið, vera svolítið betri við sjálfan sig, borða svolítið hollari og bjartari mat og lifa til langtíma mun betra lífi. Á Facebook síðu Margrétar má lesa nánar um hennar frábæru námskeið og vinnustofur.  Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24