#22. Gleym þér ei. Alzheimer og heilsa aðstandenda. Ragna Þóra Ragnarsdóttir
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við Rögnu Þóru Ragnarsdóttur, eiginkonu Guðlaugs Níelssonar eða Gulla eins og hann er ávallt kallaður. Gulli sem er 67 ára gamall greindist með Alzheimer fyrir tæpum 6 árum síðan og sjúkdómurinn er nú kominn á það stig að suma daga nær Ragna ekki augnsambandi við hann, aðra daga í sekúndu og sekúndu og einstaka sinnum fær hún bros. Brosin hans eru samt orðin mjög takmörkuð auðlind og gefin sparlega. Í þessu einlæga viðtali segir Ragna Þóra frá sjúkdómnum frá sjónarhorni aðstandenda og hvernig hann tekur oft toll af heilsu ummönnunaraðlila, líkamlega, andlega og félagslega. Hún hefur verið vakin og sofin yfir velferð Gulla alla tíð og aldrei meira en þegar hann hætti að geta það sjálfur. Að mörgu er að hyggja og hún tekur þátt í því öllu. Hún heimsækir hann daglega á hjúkrunarheimilið og er með honum í hans umhverfi, blandar geði og annast um hann. Það skín í gegn skilyrðislaus ást. Ragna Þóra segir heilsu ekki snúast um það að vera ekki veikur heldur viljann og getuna til þess að sigrast á mótlæti. Heilsa snýst um stöðugan lærdóm, endurnýjun og þroska. Áhugasamir geta fylgjst með einlægum skrifum Rögnu Þóru á Facebook Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24