Heilsumoli. Hvers vegna getur verið gott að setja sér markmið?
Listen now
Description
Í heilsumola dagsins fer Erla yfir hvernig við setjum okkur góð markmið og spjallar við Stein Jóhannsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um markmiðasetningu og hvernig markmiðasetning getur nýst bæði í íþróttum og í lífinu almennt.  Af hverju getur verið gott að setja sér markmið? Til þess að vita hvert þú vilt stefna, þ.e. hvaða þætti heilsunnar þú vilt bæta er nauðsynlegt að setja sér markmið. Heilsutengd markmið geta verið allt sem hefur góð áhrif á þína heilsu. Svefn, hreyfing, mataræði, samvera, starfsframi eða annað. Settu þér markmið sem vekja upp góðar tilfinningar og þér þykja skemmtileg. Markmiðin þurfa að vera SMART, þ.e. Skýr, Mælanleg, Aðgerðaráætlun, Raunhæf, Tímasett (farið er stuttlega yfir hvert atriði í þættinum) Það er líka oft þannig að innri hvatningin kemur þegar við erum búin setja okkur markmið og byrjuð að vinna að þeim. Ef við setjum okkur aldrei markmið er líklegra að við séum föst í sömu sporunum. Markmið eru líka góð leið til þess að halda sér við efnið og þó að markmið náist ekki þá erum við alltaf komin lengra en áður en við settum okkur markmiðið. Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24