#27. Hvernig lifum við innihaldsríku og góðu lífi? Bergsveinn Ólafsson
Listen now
Description
Þátturinn vikunnar er gerður í samstarfi við Spíruna. Spíran er fjölskylduvænn Bistro staður í Garðheimum þar sem þú færð heiðarlegan, hollan og góðan mat lagaðann af ást og alúð.  Fylgið Spírunni á Instagram. Í þættinum ræðir Erla við Bergsvein ÓIafsson, sem flestir þekkja sem Begga Ólafs um heilsu, innihaldsríkt líf, tilfinningar, tilgang, hamingju, gervigreind, hvernig við getum haft jákvæð áhrif á aðra bæði nákomna og ókunnuga og margt fleira. Um er að ræða einlægt spjall um það hvernig Beggi er orðinn hálfgerður Kana-Íslendingur, hvernig hann er ekki með allt á hreinu og hvernig hann hefur stundum ,,prjónað" yfir sig með því að prófa nýjar leiðir til að bæta heilsu sína. Hann segist vera ábyrgur fyrir því sem í honum býr og að það sé bæði blessun og bölvun að það sé stanslaust kveikt á hausnum. Beggi er í doktorsnámi í sálfræði í Kalíforníu. Hann brennur fyrir það að hjálpa fólki að upplifa innihaldsríkt og gott líf  og er um þessar mundir að hanna hugbúnað sem hjálpar fólki að meta og bæta sína vellíðan. Hann segir sinn tilgang vera að nota þjálfunarsálfræðina og hagnýtu jákvæðu sálfræðina til þess að hjálpa fólki að vaxa persónulega, faglega og félagslega svo að heimurinn verði að betri stað. Áhugasamir geta fylgt Begga á Instagram Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24