#29. Getum við lært að þekkja og skilja okkur sjálf betur með aðstoð stjörnuspeki? Gísli Gunnarsson
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við Gísla Gunnarsson, stjörnuspeking um það hvernig stjörnuspeki getur verið tækifæri og verkfæri til þess að kynnast sjálfum sér til vaxtar.  Gísli segir stjörnuspeki snúast um sjálfsþekkingu og vera frábært verkfæri til þess að gera okkur ljóst hvernig við erum frábrugðin öðrum og hvernig við erum sérstök. Stjörnuspeki getur aukið meðvitund á tilfinningalífinu, hvernig þú ert sem karakter og hvernig þú hugsar því að við getum nýtt okkur upplýsingarnar til þess að læra að þekkja og skilja okkur sjálf betur. Stjörnuspekin getur hjálpað okkur að skilja orkuna sem við upplifum í samskiptum við aðra og almennt í lífinu innra með okkur. Gísli vill að allir kynnist sjálfum sér betur og átti sig á því hverjir þeir eru og hvað það er sem nærir þá. Því meiri tíma sem þú verð með sjálfum þér, í að pæla í þér, hver þú ert og hvernig þú ert frábrugðin öðrum þá áttu meiri færni og séns á því að átta þig á því hvað þú vilt! Hver og einn mótast eftir sínu umhverfi og aðstæðum, stjörnuspekin getur hjálpað okkur að átta okkur á því hver við erum burtséð frá öllum þáttunum sem hafa breytt manni og haft áhrif á mann! Gísli telur heilsu vera það að þekkja sjálfan sig og standa með sjálfum sér. Að hans mati snýst þetta allt um að líða vel og vera í sátt við sjálfan sig. Stjörnuspeki getur verið frábært verkfæri til þess að hjálpa við það. Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna. Anna...
Published 06/06/24
Published 06/06/24