#21. Að lifa tilgangsríku lífi. Trú og heilsa. Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við hjónin Bjarna Karlsson og Jónu Hrönn Bolladóttur um lífið, preststarfið, hegðun, mótbyr og meðbyr í trú á Íslandi, samkennd, hörmungarnar í Grindavík, hjónabandið, lýðheilsu og margt fleira. Bjarni og Jóna Hrönn eru bæði prestar og leiðir þeirra lágu saman í guðfræðideildinni í Háskóla Íslands fyrir nokkrum áratugum. Jóna Hrönn hefur starfað sem prestur í 40 ár og er nú sóknarprestur í Garðaprestakalli. Hún telur það lýðheilsumál að efla almenna kurteisi og virðingu því að fólk leyfi sér stór orð og miklar yfirlýsingar um ýmis málefni og þá sérstaklega presta og trú. Jóna Hrönn segist þó alltaf vera stolt af því að tilheyra þessari þjóð og að Íslendingar séu meira í verki en orði og standi saman þegar í harðbakkann slær. Jóna Hrönn segir bæn vera andardrátt trúarinnar og að bæn hafi haft mikil jákvæð áhrif á hennar heilsu í gegnum tíðina.  Bjarni starfar við sálgæslu hjá Haf auk þess sem hann annast útfarir, hjónavígslur, skírnir og önnur prestsverk. Hann segir að aðal inntak allrar heilsu sé að lifa innihaldsríku lífi og að við séum eina dýrategundin sem getur dáið af tilgangsleysi. Bjarni segir jafnfram að það að hafa heilsu til líkama, sálar og anda sé kjarni málsins og að hver og einn beri ábyrgð á eigin heilsu. Einlæg heilbrigð trú er heilsueflandi, hún er lífgefandi, líka frá sálfræðilegu og læknisfræðilegu sjórnarhorni.  Bjarni gaf nýverið út bókina Bati frá tilgangsleysi sem er bók á sviði sálgæslu og siðfræði sem ætluð er hinum almenna lesanda og fjallar um rannsóknarefni hans; fátækt og vistkerfisvanda í víðu samhengi. Þátturinn er í boði Hjá Hrafnhildi þar sem þú finnur mikið úrval af fallegum gæðafatnaði fyrir konur á öllum aldri hvort sem það er sparidress, skór eða hversdagsfatnaður.  Hjá Hrafnhildi á Instagram Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24