#24. Lífið er fallegt. Davíð Tómas Tómasson
Listen now
Description
Í þættinum ræðir Erla við Davíð Tómas Tómasson, aka Dabba T, einn fremsta körfuknattleiksdómara landsins, fyrrum bootcamp þjálfara, tónlistarmann og fyrirlesara um samskipti, sjálfstal, þrautsegju, erfiða æsku, sjálfsvinnu og hvernig hann hefur alla ævi verið að vinna að því að fylla ,,tóm" innra með sér. Davíð er þekktur fyrir það að fara ,,all-in" í það sem hann tekur sér fyrir hendur og mögulega er það ein af stóru ástæðunum fyrir því að honum tókst fyrir 11 árum síðan að snúa við blaðinu eftir margra ára baráttu við fíkn og vanlíðan. Með þessu langa og krefjandi ferðalagi hefur Davíð stökkbreytt lífi sínu og eitthvað sem hann óraði ekki fyrir að gæti verið hluti af lífinu eru í dag orðin að markmiðum hans. Hann er þakklátur fyrir lífið og alla þá sem hafa aðstoðað hann á sinni vegferð en hann er sérstaklega þakklátur fyrir eigin eljusemi og metnað og þorsta og löngun til þess að skara framúr og gera betur. Því það er það sem hefur raunverulega komið honum þangað sem hann er kominn í dag.  Fyrir Davíð er heilsa það að taka fleiri réttar ákvarðanir en rangar á hverjum degi. Hann segir að það að ná alheilsu sé æviverk og að lífið sé ótrúlega fallegt, stórt og gott. Áhugasamir geta fylgt Davíð á Instagram og davidtomas.is   Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24