#17. Mikilvægasta ,,like-ið" er þitt eigið. Anna Steinsen
Listen now
Description
Í þessum bráðskemmtilega þætti ræðir Erla við Önnu Steinsen, fyrirlesara, stjórnendamarkþjálfa, heilsumarkþjálfa og jógakennara um heilsu, seiglu, þrautseigju, mun milli kynslóða, kvíða, streitu og margt fleira. Anna er mikill húmoristi og þeir sem þekkja Önnu vita að þar sem hún er, er aldrei leiðinlegt. Þið verðið ekki svikin af þessari hlustun. Anna er einn af stofnendum og eigendum Kvan og hefur sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún er einn af vinsælustu fyrirlesurum landsins og flytur hún að jafnaði 150-200 fyrirlestra á hverju ári.  Anna er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir hæfni sína í þjálfun einstaklinga og starfsfólks fyrirtækja. Hún hefur einnig unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi og gefið út tvær barnabækur.  Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24