#15. Afreksíþróttir og heilsa. Ásdís Hjálmsdóttir
Listen now
Description
Hlustendur hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum fá 20% afslátt af Under Armour og Mizuno vörum í Altis Bæjarhrauni, Altis.is og Under Armour verslun í Kringlunni út október 2023 með því að nota kóðann "heilsuerla". Í þættinum ræðir Erla við Ásdísi Hjálmsdóttur, hugarfarsþjálfara, íþróttakonu og fyrrum afrekskonu í frjálsum íþróttum um afreksíþróttir og heilsu, hugarþjálfun og hvað getur haft jákvæð áhrif á almenna heilsu okkar. Ásdís var fremsti spjótkastari landsins í mörg ár og keppti á þrennum Ólympíuleikunum árin 2008, 2012 og 2016 auk þess að keppa á ótal Evrópu- og heimsmeiraramótum. Ásdís segir á heimasíðu sinni að skýr draumur, markviss markmiðasetning og óseðjandi hungur í að gera stöðugt betur sé ástæðan fyrir því að hún var heimsklassa spjótkastari í næstum 20 ár. Hún segist ekki hafa verið hæfileikaríkasti íþróttamaðurinn en var alltaf tilbúin að leggja mikið á sig til þess að nýta þá hæfileika sem hún hafði til fulls. Það kom henni ekki bara á þrenna Ólympíuleika, það skilaði henni líka doktorsgráðu á sama tíma. Ásdís vinnur nú með íþróttafólki um allan heim og hjálpar þeim að fá andlegan styrk til þess að þeir geti nýtt hæfileika sína til fulls og náð árangri sem það hefði aldrei trúað að væri mögulegur. Áhugasamir geta fylgt Ásdísi á Instagram Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24