Episodes
Published 03/21/24
Published 03/14/24
Published 03/08/24
Published 02/29/24
Published 02/23/24
Published 02/16/24
Published 01/25/24
Published 01/19/24
Published 11/18/21
Published 04/06/21
Najmo Fyiasko Finnbogadóttir hefur þurft að þola margt á lífsleiðinni þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul. Hún var þvinguð í hjónaband 11 ára gömul í fæðingarlandi sínu, Sómalíu, en flúði þaðan tveimur árum síðar og komst hingað til Íslands 16 ára gömul eftir hættulegt og langt ferðalag. Henni hefur gengið vel að aðlagast íslensku samfélagi, á hér vini og fjölskyldu og gengur menntaveginn. En að stórum hluta snýst líf hennar líka um að berjast á samfélagsmiðlum fyrir réttindum stúlkna og...
Published 04/06/21
Published 04/06/21
Sigmar ræðir við Kristínu Jónsdóttur sem hefur verið sérstaklega áberandi í fréttum undanfarnar vikur, enda er starf hennar þess eðlis að fólk þyrstir í svör þegar náttúruöflin taka yfir. Kristín segist ekki hafa verið neinn afburða námsmaður þrátt fyrir að vera doktor í jarðeðlisfræði enda snýst vísindastarf líka um hæfni í mannlegum samskiptum og að geta hugsað út fyrir boxið. Hún hefur áhyggjur af því að síður er tekið mark á konum en körlum í vísindum og að allt of fá tækifæri séu á...
Published 03/30/21
Published 03/23/21
Sigmar ræðir við Maríönnu Csillag sem þekkir það vel hversu óskaplega miklar hörmungar fylgja stríðsátökum og náttúruhamförum. Hún hefur sinnt hjálparstörfum í kjölfar stórra jarðskjálfta í Íran, Pakistan og Haítí. Hún var á vettvangi í Sri Lanka eftir flóðbylgjuna miklu í Indlandshafi 2004, aðstoðaði fólk í miðju Bosníustríðinu og í hungursneið í Suður Súdan. Hún sá fólk deyja og flýja hryllingin í Rúanda þar sem 800 þúsund mans voru myrtir á 100 dögum. En í hörmungunum er líka von og...
Published 03/23/21
Sigmar ræðir við Bjarna Hafþór Helgason sem hefur alla tíð skrifað og samið tónlist, en að undanförnu hefur hann gert það á öðrum forsendum en áður. Listin er eitt öflugasta vopnið sem hann á í baráttu sinni gegn Parkinson sjúkdómnum sem hann greindist með fyrir um tveimur árum. En svo skiptir líka miklu máli að vera lífsglaður og hafa húmor fyrir sjúkdómnum þótt hann sé grafalvarlegur, og ekki er heldur verra að hafa sett tappann í flöskuna með tilheyrandi úrvinnslu í sálartetrinu.
Published 03/16/21
Published 03/09/21
Sigmar ræðir við Leif Örn Svavarsson sem hefur í tvígang gengið á hæstu fjöll heimsálfanna sjö og á báða pólana og mögulega fyrsti maðurinn í heiminum sem afrekar það. Ferðir á hæstu tinda eru líkamlega og andlega krefjandi en snúast ekki síður um ferðalagið að fjallinu en fjallið sjálft. Hann útskýrir einnig af hverju fjallið K2 er svona hættulegt sem John Snorri reyndi að klífa fyrstur manna að vetrarlagi ásamt félögum sínum, en er nú talinn af.
Published 03/09/21
Sigmar ræðir við Björn Hjálmarsson, sérfræðilækni á BUGL, um sorgina sem hann segir vera margslungið fyrirbæri. Björn missti son sinn með vofeiflegum hættum í Hollandi árið 2002 en hann fannst látinn með mikla áverka á höfði. Reiði, réttlæti, forherðing, sjálfsblekking og fyrirgefning eru orð sem Björn notar um sorgarferlið sem hann gekk í gegnum en hann vill segja sögu sína til að vara aðra við því að falla ekki í sömu gildrur. Hann bendir einnig á að ekki megi sjúkdómsvæða sorgina.
Published 03/02/21
Sigmar ræðir við Jasminu Vajzovic Crnac sem hefur búið á Íslandi frá árinu 1996. Hún flutti hingað sextán ára gömul en þá hafði stríð geysað í heimalandi hennar, Bosníu Hersegóvínu, í nokkur ár. Nokkuð áhyggjulaus æska breyttist í martröð á nánast einni nóttu þegar stríðið braust út og hún horfið á fólk deyja, var ofsótt og lifði í stöðugum ótta. En hún fékk tækifæri til að öðlast nýtt líf á Íslandi, tækfæri sem hún hefur heldur betur nýtt sér. Og skilaboð hennar í dag eru einföld, okkur ber...
Published 02/23/21
Sigmar ræðir við Grím Atlason sem hefur reynt það á eigin skinni að það hefur miklar og slæmar afleiðingar þegar börn og ungmenni alast upp við mikla drykkju og óreglu á heimilinu. Sálrænar og félagslegar afleiðingar þess geta flust á milli kynslóða með gríðarlegum kostnaði fyrir samfélagið, ef ekki er gripið inn í. Hann byrjaði sjálfur mjög ungur að drekka, sem er sjálfsagt rökrétt framhalda af aðstæðunum sem hann ólst upp við, en hefur í dag verið edrú í 26 ár.
Published 02/16/21
Sigmar ræðir við Evu Hauksdóttur sem hikar ekki við að setja fram beittar skoðanir og synda gegn straumnum ef þannig ber undir. Hún hefur kallað sig norn og aðgerðarsinna og var framarlega í flokki þeirra sem mótmæltu hvað ákafast í búsáhaldabyltingunni. Sonur hennar, Haukur Hilmarsson, var þar líka áberandi en hans hefur verið saknað í tæp þrjú ár og er talið að hann hafi fallið í sprengjuárás í Sýrlandi þar sem hann barðist með Kúrdum.
Published 02/09/21
Published 02/02/21
Sigmar ræðir við Kristján Kristjánsson, betur þekktan sem KK en hann er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Flestir sjá í honum eftirsótta kyrrð og yfirvegun enda hefur hann unnið í sér eftir að hafa glímt við alkóhólisma. Hann fékk gefins gítar þegar hann var ellefu ára gamall og orðar það þannig að það hafi verið vegabréfið hans út í lífið. Hann fullyrðir einnig að það sé eitthvað meira og stærra til en við sjáum hér á jörðinni.
Published 12/01/20
Sigmar ræðir við Egil Fjeldsted sem lamaðist frá brjósti eftir alvarlegt bílslys. Hann tók þá ákvörðun eftir slysið að líta á björtu hliðarnar og vera þakklátur fyrir að vera á lífi. Eftir endurhæfingu einbeitti hann sér að námi og lærði m.a. sagnfræði. BA ritgerðin í náminu endaði sem bók um krapaflóðin á Patreksfirði árið 1983 þar sem fjórir létust og mikið eignatjórn varð.
Published 11/24/20