Episodes
Í þessari tveggja þátta röð leggja tungurnar Ameríku við fót og kanna landfundi Íslendinga í Ameríku! Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga gjörið svo vel.
Published 05/01/24
Published 05/01/24
Í þessari tveggja þátta röð leggja tungurnar Ameríku við fót og kanna landfundi Íslendinga í Ameríku! Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga gjörið svo vel.
Published 05/01/24
Nú er komið að sögulokum. En komið fyrst með Tungunum til Grænlands. Það hefur ekki klikkað hingað til. Hjalti hefur komið þangað. Þormóður þarf að hefna en það er sýnd veiði en ekki gefin á þessum slóðum.
Published 03/03/24
Þorgeir hefur aldrei opnað kexpakka án þess að klára hann, sest upp í bíl án þess að botna hann og aldrei farið út að hlaupa án þess að klára maraþon. Gjörsamlega hömlulaus. Einhvern tímann segir faðir tími stopp.
Published 03/03/24
Við fáum smá pásu frá drápum og fókusinn fer á Þormóð sem glímir við þunglyndi og einmanaleika. Hann tekst á við það með því að taka upp á því að fífla konur. Það veit ekki á gott.
Published 03/03/24
Var komið nóg af drápum? Ó nei! Þorgeir er holdgervingur vígamennskunnar. Hann gerir hins vegar mistök sem mögulega kunna að bíta hann í rassinn seinna meir. Hjalti veltir svo fyrir sér hvenær ostur er forn eður ei.
Published 03/03/24
Við erum stödd á dögum Ólafs helga Noregskonungs. Aftur fara tungurnar vestur. Það hefur sjaldan gefið góða raun. Fóstbræðurnir Þorgeir og Þormóður eru kynntir til leiks. Þorgeir byrjar að drepa og drepa og drepa. Ekki bara menn heldur hvali líka.
Published 03/03/24
Komið fagnandi í hundraðasta þátt Ormstungna! Oddur og Hjalti leggja í Fóstbræðra sögu sem er auðvitað öllum landsmönnum kunnug. Einna helst eftir að Nóbelskáldið gerði stólpagrín að henni á sínum tíma í Gerplu. Það er ekkert víst að þetta klikki.
Published 03/03/24
Hjalti og Oddur ljúka þáttaröðinni með því að skoða lykilhugtak - örlög. Hugtakið útskýrir margt í hegðun fólks í Íslendingasögunum og um leið og Hjalti og Oddur segja frá því draga þeir saman efni Laxdælu.
Published 11/02/23
Það er ljótt að hefna sin, eða hvað? Á miðöldum giltu sérstakar reglur um hefnd sem sést greinilega í Íslendingasögunum. Í þættinum segja Hjalti og Oddur frá þeim og hlutverki kvenna í hefndaraðgerðum í Laxdælu.
Published 11/02/23
Það er hægt að hugsa sér margar hetjur og margs konar hetjuskap. En í Íslendingasögunum fylgdu hetjurnar ákveðnum reglum og í þessum þætti kynna Hjalti og Oddur til leiks eina frægustu hetju Íslendingasagnanna - Kjartan Ólafsson.
Published 11/02/23
Á miðöldum skipti heiður fólk öllu máli og þannig er það líka í Íslendingasögunum. Í þættinum útskýra Hjalti og Oddur hvernig heiður drífur oft áfram sögurnar og segja frá samskiptum húsfreyjunnar Jórunnar og ambáttarinnar Melkorku.
Published 11/02/23
Öll dreymir okkur, en stundum getur verið erfitt að rifja draumana upp að morgni dags. Í þessum þætti útskýra Hjalti og Oddur hvaða þýðingu draumar hafa í Íslendingasögunum og segja frá Guðrúnu Ôsvífursdóttur.
Published 11/02/23
Hugtak þáttarins er feðraveldi. Hjalti og Oddur útskýra hugtakið með því að taka dæmi úr Laxdælu. Hverjar voru Unnur djúpúðga og Melkorka Mýrkjartansdóttir og hvernig notaði hún reglur feðraveldisins ser í hag?
Published 11/02/23
Í þessum þætti segja Hjalti og Oddur frá því hvað Íslendingasögurnar eru og hvaða hugtök er hitt að skilja til að njóta þeirra. Þeir kynna einnig söguna Laxdælu.
Published 11/02/23
Sælir kælir hitamæli… komið með slökkvitækið, þetta er búið! Erfiðasta verki Ormstungna lokið. Ekkert á að vera fullkomið og þessi þáttaröð um Njálu er dæmi um það. En þá er gott að eiga í handraðanum nokkra sérfræðinga sem geta dregið okkur að landi og það er á bullandi tali hjá Tungunum í þættinum. Vala Garðars um fornleifar, Einar Kára um höfundinn, Ragnhildur Elísabet um að alast upp með Njálu og Flosi Þorgeirsson um að heita Flosi. Svo er bara spurning hvað Ormstungur taka fyrir næst?!...
Published 05/18/23
Þetta byrjaði svo vel. Tungurnar höfðu alvöru trú. En svo bregðst krosstré sem viðarásar Bergþórshvols. Það óvæntur gestur sem leggur Tungurnar að velli - Ingjaldur á Keldum! Hver var hann? Hvaðan kom hann? Og hvaða andskotans máli skiptir hann í þessari sögu!? Örvæntið ekki, uppgjörið er eftir. Hlustið og hlýðið. Viltu styrkja okkur styðja við lestur Íslendingasagnanna? Hérna getur þú nálgast Patreon síðu Ormstungna: https://www.patreon.com/ormstungur 
Published 05/18/23
Hundraðasti þátturinn og Tungurnar heyra í kyndlum fyrir utan stúdíóið. Vafasamar kenningar um kristni, hestaát og hlutverk Skarphéðins í sögunni verða til þess að jafnvel sprelllifandi fræðifólk snýr sér við í kumlunum. En einhvern veginn tekst að klára þáttinn og þá er bara eitt eftir - að kveikja í skinninu. Hlustið og hlýðið. Viltu styrkja okkur styðja við lestur Íslendingasagnanna? Hérna getur þú nálgast Patreon síðu Ormstungna: https://www.patreon.com/ormstungur 
Published 05/18/23
Tungurnar höfðu verið varaðar við, þær vissu örlög þeirra sem reyna að greiða úr hinum mörgu þráðum Njálu. Hlustuðu þær - nei. Það verður til þess að þrátt fyrir gott gengi í Noregsköflunum um Víga Hrapp þá fara þræðir Njálu að herðast um kverkar þeirra eins og Urður, Verðandi og Skuld séu að hengja þá. Tunguknörrinn brotnar í spón á ströndum kaflanna sem fjalla um Höskuldana tvo. Lifa þeir þetta af? Verður annar þáttur? Hlustið og hlýðið. Viltu styrkja okkur styðja við lestur...
Published 05/18/23
Gunnar slær sinn síðasta tón á atgítarstrenginn. En tónnin reynist falskur og holur og slitnar að lokum. Þá er nú gott eiga háprúða eiginkonu. Nema auðvitað að maður hafi einhvern tímann gert eitthvað á hennar hlut sem gæti komið manni í koll… karma is a bitch Gunnar! Hvernig höndla Tungurnar þessa ófyrirsjáanlegu framvindu? Hlustið og hlýðið. Viltu styrkja okkur styðja við lestur Íslendingasagnanna? Hérna getur þú nálgast Patreon síðu Ormstungna: https://www.patreon.com/ormstungur 
Published 05/18/23
Tungurnar stinga sér til sunds í Rangá og synda á móti straumnum allan þáttinn. Þær eru án kúts og korks en á einhvern ótrúlegan hátt ná þær að fara yfir misgáfulegar kenningar um kynlífskúnstir Hrúts og Unnar Marðardóttur, blóðug hjónabönd Hallgerðar og húskarlavíg húsfreyjanna á Bergþórshvoli og Hlíðarenda. Einungis ein spurning stendur eftir: „Hvað í fjandanum þýðir að fjórðungi bregður til fósturs“? Hlustið og hlýðið. Viltu styrkja okkur styðja við lestur Íslendingasagnanna? Hérna getur...
Published 05/18/23
Sú elsta. Sú virtast. Sú hættulegasta - Brennu Njáls saga. Okkar Everest og eldfimasta verkefni Tunganna hingað til. Það er enginn öruggur um að lifa Njáluna af og allra síst Tungurnar. Þær telja sig hafa pakkað í bakpokann og undirbúið sig vel en er það nóg? Eru þær nógu vel nestaðar? Guð blessi Ísland… og Tungurnar. Viltu styrkja okkur styðja við lestur Íslendingasagnanna? Hérna getur þú nálgast Patreon síðu Ormstungna: https://www.patreon.com/ormstungur 
Published 05/18/23
Fyrsta viðtalið okkar á ensku! Hjalti var vant við látinn en Oddur nýtti tækifærið á meðan og fékk Dr. John Sexton, prófessor við Bridgewater háskóla í Massachusetts Bandaríkjunum. John kennir nemendum við Bridgewater háskóla Íslendingasögunar og heldur úti hlaðvarpinu Saga Thing ásamt öðrum prófessor, Dr. Andrew M. Pfrenger. Í hlaðvarpinu gera þeir sögurnar aðgengilegar og lifandi á ensku ásamt því að leika sér með þær á skemmtilegan máta.  Hlustið og hlýðið! In this episode, Oddur...
Published 05/14/23
Tungurnar gera söguna upp og skila henni aftur í skinnhandritið. Auðvitað klúðraðist margt og gleymdist fullt (til dæmis að keyra heim punktinn með að Egils saga er í rauninni ástarsaga þar sem sterkustu viðbrögð Egils eru vegna ástarinnar. Til Þórólfs, til Ásgerðar, til sonar síns og síðast en ekki síst ástarinnar á peningum.) En einhvern veginn blessaðist þetta alveg eins og hjá Agli sjálfum. En hver leikur hann í bíómyndinni? Hver talsetur hann í teiknimyndinni? Og hvar er silfrið? Hlustið...
Published 06/17/22