Ráfað um rófið 8 - hátíðir, veislur og venjur
Listen now
Description
Eva Ágústa og Guðlaug Svala ráfa um kosti og galla hátíða, siða og skylduverka. Hvað er gott og hvað er erfitt þegar kemur að afmælisveislum, fjölskylduboðum, ferðalögum og stórhátíðum? Þarf alltaf að vera hangikjöt? Þarf að taka til áður en skrautið er sett upp? Stundum er sagt að börn verði bara að læra að venjast veislum og að taka þátt í félagslífinu eins og það er. Ætli það sé alltaf góð hugmynd? Hvað með fullorðna fólkið, má það vera styttri tíma en aðrir í matarboðum eða kannski fara afsíðis og jafna sig af og til?  Jólabúbblur, kóræfingar, ullarföt, rósakál og fleira í þessum hátíða- og veisluþætti, gjörið svo vel.
More Episodes
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24
Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum. Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal...
Published 04/25/24