Ráfað um rófið 02 02 - Hrönn Kristey, hjálparhundar, aðrir hundar og fleiri dýr
Listen now
Description
Í þessum þætti fara Eva Ágústa og Guðlaug Svala út að ráfa með hundinn... eða þannig :) Hrönn Kristey Atladóttir, hundaþjálfari, leiðir þær í allan sannleik um hunda og gagnsemi þeirra fyrir einhverfa og bara alla sem gætu þurft að tala við aðila sem hlustar vel, rukkar ekki fyrir tímann sinn og skráir ekkert niður í gagnagrunn (hund semsagt). Reynsla Hrannar af hundum hófst í bernsku og sótti hún strax til þeirra öryggi og félagsskap. Í dag kennir hún fólki að umgangast þessi tryggu dýr og hefur skapað sér atvinnu úr styrkleika sínum og áköfu áhugamáli. Hér er loks að finna allt sem þarf að vita til að finna og eignast hjálparhund, sem fleiri og fleiri hafa áhuga á í dag. 
More Episodes
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24
Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum. Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal...
Published 04/25/24