Ráfað um rófið 02 03 - Húmor og einhverfa
Listen now
Description
Í þessum þætti ráfa Eva Ágústa og Guðlaug Svala um lendur gríns og gleði, lesa innsendar sögur frá hlustendum um fyndna atburði eða sögur úr lífinu þar sem húmor er í aðalhlutverki. Allnokkrar fjalla um misskilning sem gjarnan tengist bókstaflegri hugsun og túlkun. Sumar eru um ólíka afstöðu til árshátíða eða vinnustaðagleði og jafnvel vandræðaleg samskipti kynjanna. Óþægilega hreinskilnar spurningar og athugasemdir eiga líka sitt pláss, nema hvað. Góða skemmtun og takk fyrir að deila sögum ykkar með okkur og áheyrendum kæru vinir. 
More Episodes
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24
Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum. Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal...
Published 04/25/24