Ráfað um rófið 02 04 - Heiða Dögg, Marglitur mars ofl ofl
Listen now
Description
Gestur þáttarins er Aðalheiður Dögg, Heiða Dögg eða Einhverfa Döggin, allt eftir því hvar þið rekist á hana. Hún er í stjórn Einhverfusamtakanna og var ásamt þeim Evu Ágústu og Guðlaugu Svölu í undirbúningsteymi listahátíðarinnar Marglitur Mars, sem samtökin stóðu að í tilefni af alþjóðadegi einhverfu nú í vor. Viðkomustaðirnir á ráfinu eru þó mun fleiri, enda talsvert af bæði einhverfu og ADHD í Rabbrýminu að þessu sinni. Vinnuaumhverfi sem hentar einhverfum, eitraðar staðalímyndir, fegurð fjölbreytileikans og að fá rými til að láta rödd sína berast - og næði til að vera maður sjálfur - eru meðal þess fjölmarga sem umræðan snerti á. Svo ekki sé minnst á óvænta byrjun á þættinum í boði Evu Ágústu. 
More Episodes
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24
Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum. Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal...
Published 04/25/24