Ráfað um rófið 02 06 - Margrét Oddný, heilbrigðismál og þekkingarranglæti
Listen now
Description
Ráf dagsins liggur um slóðir læknisfræði, siðfræði, samskipta og skilnings/leysis. Gestur Evu Ágústu og Guðlaugar Svölu er Margrét Oddný Leópoldsdóttir, læknir, textíllistakona, siðfræðinemi með meiru. Hún þekkir heilbrigðismál frá báðum hliðum þar sem hún kemur í dag að þeim sem sjúklingur. Samskipti og aðgengi að þjónustu, réttlæti og menning innan kerfisins er meðal þess sem ráfið snertir á og kynnti Margrét okkur meðal annars fyrir nokkrum áhugaverðum hugtökum - á borð við þekkingarranglæti, kenningum um sjónarhorn og fleira. 
More Episodes
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24
Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum. Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal...
Published 04/25/24