Ráfað um rófið 02 10 - Bókstaflega deildin
Listen now
Description
Í þessum þætti ráfa þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala um bókstaflegar slóðir, bæði hvað varðar orð, myndir og skynjun. Meðal viðkomustaða er skólaforðun (fáránlegt orð að okkar mati), lýsi, PDA, svo ekki sé minnst á paprikur og kartöflur - já og það hversu mörg tré þarf til að mynda skóg.  Við þökkum kærlega fyrir dýrmæta viðurkenningu sem okkur hlotnaðist á dögunum, þegar við fengum Múrbrjótinn frá Þroskahjálp. Það er okkur mikils virði að ráfið okkar skuli vera talið brjóta niður múra, draga úr fordómum, auka fræðslu og skapa vettvang fyrir fatlað fólk. Þetta er okkur svo sannarlega hvatning til áframhaldandi verka.
More Episodes
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24
Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum. Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal...
Published 04/25/24