Ráfað um rófið 3 - Frida Adriana og einhverfa í kvikmyndum
Listen now
Description
Í þriðja ráfinu um einhverfurófið leiðir Frida Adriana, listamaður á litrófi, þær Evu Ágústu og Guðlaugu Svölu um hinar ýmsu kvikmyndir og birtingarmyndir einhverfu á hvíta tjaldinu. Hún lýsir því hvernig hún speglar sig í þeim og segir okkur frá því hvernig kvikmyndir leiddu hana á spor einhverfugreiningarinnar. Einnig kemur við sögu að hlusta með fótunum eins og fílar, dansa af stressi eins og lundi og hugsa eins og kú eða hestur - já og að tala sitt eigið heimatilbúna tungumál. Stuttmynd um fíl að nafni "Kjarni málsins" sem reynir að kveðja gamlar fílaminningar og finna nýja vini er á teikniborði Fridu og verður spennandi að fylgjast með henni.
More Episodes
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24
Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum. Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal...
Published 04/25/24