Ráfað um rófið 2 - Brynhildur Yrsa og gríman
Listen now
Description
Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ráfa um einhverfurófið í fylgd Brynhildar Yrsu Valkyrju, leikskólakennara og bullusöguhöfundar með meiru. Aðalþema þáttarins er einhverfugríman, eða masking, sem flestir á einhverfurófinu þekkja kannski einum of vel. Meðal annarra viðkomustaða á ráfinu að þessu sinni eru nafnabreytingar, styrkleikar einhverfunnar, ofuráhugi og leitin að því að skilja sjálfa sig. Við þökkum Brynhildi Yrsu kærlega fyrir áhugavert og skemmtilegt spjall og hlökkum til að heyra bullusögurnar þegar fram líða stundir. 
More Episodes
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24
Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum. Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal...
Published 04/25/24