Ráfað um rófið 7 - Sigga Birna, trans og kynjarófið
Listen now
Description
Eva Ágúst og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, Siggu Birnu Valsdóttur fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðing sem starfar við rágjöf hjá Samtökunum 78. Ráfið fer að þessu sinni mestmegnis fram á vegamótunum þar sem einhverfurófið og kynjarófið mætast. Tengsl þessara rófa eru rædd, aðstaða einstaklinga sem tilheyra þeim báðum, innsýn kerfisins og þjónusta við þennan hóp. Það er áskorun að tilheyra fleiri en einum minnihlutahópi og því er lífsnauðsynlegt að temja sér að hlusta ekki bara með eyrunum, heldur öllum skynfærunum þegar slík reynsla er annars vegar. Málfarshornið fær smá pláss líka, enda fjölmörg ný hugtök og orð sem mörgum geta þótt framandleg á kynjarófinu. Ef spurningar vakna í framhaldi af hlustun á þáttinn er um að gera að hafa samband við Samtökin 78 sem svara glöð öllum spurningum sem lúta að málefnum hinsegin, trans og kynsegin fólks. 
More Episodes
Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala fá til sín góðan gest, leikkonu, áhættuleikstjóra og kennara að nafni Arna Magnea Danks. Ráfið kemur víða við, allt frá Dramatic Combat yfir í stopmotion myndir í kennslu barna á rófinu. Valdeflingin sem fylgir greiningu kemur við sögu, sem og bernska og...
Published 06/11/24
Published 06/11/24
Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum. Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal...
Published 04/25/24