14 ár í Guantanamo án saka / Mohamedou Ould Slahi & Dr. Deepa Driver
Listen now
Description
Mohamedou Ould Slahi var fangelsaður og pyntaður hryllilega í fangabúðum Bandaríkjanna við Guantanamo-flóa frá 2002 til 2016 án allra saka. Í fjórtán ár var hann sviptur frelsi sínu, smánaður og beittur grimmilegu ofbeldi af margvíslegum toga. Mohamedou var í heimsókn á Íslandi um helgina og sagði frá upplifun sinni og reynslu á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn var liður í fundarseríu Ögmundar Jónassonar, „Til róttækrar skoðunar“. Fundinn má finna og horfa á á rásum Samstöðvarinnar undir titlinum „Reynslan frá Guantanamo“. Dr. Deepa Govindarajan Driver sat einnig fundinn. Hún kennir um regluvæðingu fjármagns, um ábyrgð og ábyrgðarleysi stjórnvalda og fyrirtækja og hefur verið í miðjunni á baráttunni fyrir mannréttindum blaðamannsins Julian Assange og frelsi frjálsa heimsins. Við ræddum við Mohamedou og Deepu um upplifun Mohamedou, Guantanamo, stríðið gegn hryðjuverkum og um mikilvægi frelsis og samkenndar á háskalegum tímum.
More Episodes
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson er hagfræðingur og sagnfræðingur. Við tókum ítarlegt spjall, ásamt Ólafi Jónssyni og Kára Jónssyni, um ástandið í hagkerfinu í dag, um vaxtamun og okur og um gjaldeyrismál. Hvert er stefna yfirvalda búin að taka okkur og hvað þarf að gera til að koma okkur úr þessum...
Published 06/06/24
Gestir þáttarins eru Sanna Magdalenda Mörtudóttir, Magga Stína, Ægir Máni Bjarnason og Stefán Örn Snæbjörnsson. Þátturinn er í umsjón Anitu Da Silva Bjarnadóttur og Karl Héðins Kristjánssonar
Published 06/03/24
Published 06/03/24