Episodes
Í Rauðum raunveruleika í kvöld tölum við við nýdoktor í heimspeki, hann Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Doktorsverkefnið hans snérist um frásagnir fórnarlamba af ofbeldi. Um tengsl frásagna og samkenndar og hvaða takmörkunum við erum háð þegar við reynum að koma orðum að reynslu okkar þvert á lífheima. Við ræddum við Gústav um hryllinginn á Gaza, um siðrof, samkennd, firringu og Marxisma. Um misskiptinguna í heiminum, kapítalisma, arðrán og um hugmyndafræði. Rætt um stóru málin og...
Published 05/08/24
Published 05/08/24
Í dag ætlum við að ræða um kvennaverkföll, feminisma og stéttarbaráttu með Sonju Þorbergsdóttir, formanni BSRB, Söru Stef Hildardóttur, verkefnastjóra hjá Landsbókasafni Íslands, Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Valgerði Þ. Pálmadóttir, nýdoktor í hugmyndasögu. Við byrjum á því að horfa á stutt brot frá kvennaverkfallinu 1975 og ræðum um árangur baráttunnar, um stöðuna í dag, um hugmyndasögu femínisma og um leiðina fram á við í baráttunni fyrir jöfnuði,...
Published 04/30/24
Þorvaldur Gylfason er hagfræðingur, prófessor emeritus og samfélagsrýnir. Við ætlum að ræða við Þorvald um hagkerfið, stjórnsýsluna á Íslandi og um spillingu. Af hverju virðist ekki vera tekið á spillingarmálum á Íslandi? Er hagkerfið að virka fyrir almenning í landinu? Hver eru áhrif ólígarka á íslenskt samfélag og samfélög almennt og hvað er til ráða, hvernig varðveitum við lýðræðið gagnvart ágengni ólíkarkismans? Þetta og fleira spennandi í kvöld í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18.
Published 04/22/24
Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka Hernaðarandstæðinga og Lea María Lemarquis er meðlimur MFÍK, Menningar og Friðarsamtaka Kvenna. Við komum beint af samstöðufundi fyrir Palestínu, laugardaginn 20. apríl, þar sem Lea og Guttormur voru með ræðu. Við ræddum um utanríkisstefnu Íslands, alþjóðalög, heimsvaldastefnu, mannréttindi og nauðsyn þess að beita sér fyrir friði. Á Samstöðinni kl. 20 í kvöld
Published 04/21/24
Nýverið kom út bók eftir félagsfræðinginn og heimspekinginn Þorvald Logason sem ber nafnið Eimreiðarelítan - Spillingarsaga. Í þeirri bók er rakin saga þess hvernig fámennum hóp á Íslandi tókst að grípa óheyrileg völd og beita þeim til þess að hagnast sér og sínum, á kostnað almennings. Í þættinum í kvöld spjöllum við við Þorvald um sögu Eimreiðarinnar, spillingu, auðvaldsklíkur, um nýfrjálshyggju í heiminum og hvernig Eimreiðin naut hugmyndafræðilegs stuðnings af henni. Við munum...
Published 04/15/24
Guðmundur Hrafn Arngrímsson er formaður Leigjendasamtakanna. Anita Da Silva Bjarnadóttir og Karl Héðinn Kristjánsson ætla að ræða við Guðmund um húsnæðiskerfið á Íslandi í dag, um þörfina á öflugum leigjendasamtökum, um brotin loforð stjórnmálastéttarinnar og ríkjandi hagsmuni braskara á markaðnum og stjórnkerfinu í dag. Hvernig berjumst við gegn einokun og ofríki fjármálaaflanna í húsnæðiskerfinu? Þetta og fleira í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18 í kvöld! Skráið ykkur í...
Published 04/10/24
Gestir Rauðs raunveruleika eru Pía Figueroa og Antonio Cravollo. Pía er einn stofnenda alþjóðlega fréttamiðilisins Pressenza og húmanisti. Antonio Cravalo er skipuleggjandi húmanistahreyfingarinnar og er, meðal annars, virkur í heimsþingum húmanista í Asíu og Suður - Ameríku. Við töluðum við Píu og Antonio um Pressenza, tilgang þess, húmanistahreyfinguna og um þörfina fyrir frið, sannleik, tengingu og grasrótarvirkni á síkvikum tímum.
Published 04/07/24
Kristinn Hannesson er nýkominn heim frá ungmennaráðstefnu í Sochi, Rússlandi. Við fengum að heyra um upplifun hans af ráðstefnunni og fjölluðum um heimspólitíkina henni tengdri. Um nýja kalda stríðið og leiðina út úr því. Tekið upp 18. mars
Published 03/26/24
The World Humanist Forum just took place in Reykjavík ahead of the world march for peace and non - violence. A recording of the meeting, which took place in the national library of Iceland, will be published on Solidarity Station in the coming week. We spoke to some of the main organizers of the forum and the march, Antonio Carvallo and Rafael de la Rubia. Antonio is a Chilean and one of the organizers of WHF-Asia. He has a background in law and has been engaged in humanist work since 1969....
Published 03/25/24
Karl Héðinn fjallar um fréttir vikunnar, stýrivexti seðlabankans, ójöfnuð og auðræði. Einnig verður fjallað um Ísraelsku greiðsluþjónustuna Rapyd og háskólakerfið, um reiðufé, banka og vilja auðvaldsins til þess að takmara reiðufé.
Published 03/22/24
Chris Smalls is the president of the recently formed Amazon labor union. He participated in the yearly Socialist Congress of the Icelandic Socialist party alongside the president of the largest Icelandic union, Efling ,Sólveig Anna Jónsdóttir. The congress discussed the struggle of the working class in modern times. We had a talk with Chris about his experience fighting for Amazon workers, the struggle of the working class in the United States and how that reflects the international fight...
Published 03/18/24
Mohamedou Ould Slahi var fangelsaður og pyntaður hryllilega í fangabúðum Bandaríkjanna við Guantanamo-flóa frá 2002 til 2016 án allra saka. Í fjórtán ár var hann sviptur frelsi sínu, smánaður og beittur grimmilegu ofbeldi af margvíslegum toga. Mohamedou var í heimsókn á Íslandi um helgina og sagði frá upplifun sinni og reynslu á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn var liður í fundarseríu Ögmundar Jónassonar, „Til róttækrar skoðunar“. Fundinn má finna og horfa á á rásum...
Published 03/11/24
Anita Da Silva Bjarnadóttir og Karl Héðinn Kristjánsson fjalla um fjölskyldusameiningar, neyð fólks í Palestínu og glæpsamlega framferði Ísraelsríkis. Við munum aðeins snerta á nýju kjarasamningunum og um nauðsyn baráttunnar fyrir betri heimi
Published 03/10/24
The Nordic Baltic Sustainability Conference was held in Iceland this year and we have the pleasure to speak to the attendees just following the close of the conference. We will speak about the environment, the statement of the conference and what the future might hold for Nordic and Baltic cooperation as it relates to climate change and the ecology
Published 03/04/24
Karl Héðinn og Oliver Axfjörð segja frá samstöðumótmælum fyrir Palestínu sem fóru fram í dag á öllum Norðurlöndunum. Við sýnum myndbönd þaðan og fjöllum um ástandið á Gaza og í heiminum. Einnig munum við velta fyrir okkur af hverju Sjálfstæðismenn telja sig þurfa sérsveitargæslu og hvers vegna ráðamenn Bandaríkjanna tala eins og við séum að fara rakleiðis í þriðju heimsstyrjöldina.
Published 03/02/24
Kristinn Hannesson kom til okkar í Rauðan raunveruleika áður en hann flaug út til þess að sækja alþjóðlega ungmennaráðstefnu í Rússlandi. „World youth festival”. Hátíðina munu um 20.000 ungmenni sækja, víðsvegar að úr heiminum. Í þættinum fjöllum við um ástæður þess að hann, ásamt annarri frá Íslandi, ákvað að fara og um sýn okkar á stríðið í Úkraínu, uppruna fasismans, um BRICS-þjóðirnar, undirokaða heiminn, heimsvaldastefnuna og þá brýnu þörf sem er fyrir alþjóðlegu samstarfi á...
Published 02/26/24
Grimmd Ísraels gagnvart Palestínu hefur bara aukist eftir úrskurð Alþjóðadómstólsins. Neyð fólks á Gaza hefur aldrei verið meiri. Í þættinum í kvöld munum við ræða um nýjustu fréttir af árásunum, alþjóðasamfélagið og ræða stöðuna í samfélaginu.
Published 02/23/24
Þorvaldur Þorvaldsson er ötull baráttumaður fyrir sósíalisma og situr í stjórn lífskoðunarfélagsins DíaMat Við munum ræða við Þorvald um díalektíska efnishyggju, sögu hennar og áherslur, sósíalisma og um aðalfund félagsins sem er núna næsta sunnudaginn kl. 15:00 í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105
Published 02/09/24
Í kvöld mun Karl Héðinn greina frá versnandi skuldastöðu heimilanna í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hvernig skuldir heimilanna og ríkissjóða hafa stóraukist á undanförnum árum og fjalla um þá pólitísku hagstefnu sem liggur þar á bakvið. Einnig verður sagt frá frétt vikunnar, að okkar mati. Utanríkisráðherra hefur svipt Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fjárhagsaðstoð núna þegar hún hefur aldrei verið mikilvægari.
Published 01/29/24
Bandaríkin og Bretland hafa varpað sprengjum á Jemen minnst sex sinnum á síðustu tíu dögum. Þetta gera þeir til þess að „vernda alþjóðlegar flutningaleiðir“ frá banni Jemens á umgangi ísraelskra skipa í gegnum Rauðahafið Í Rauðum raunveruleika kvöldsins ætlum við að fjalla um þessar árásir Bandaríkjamanna og Breta á Jemen, um tilkomu Húta eða Ansar Allah eins og þau kalla sig. Um grimmilegt stríð Sádí Arabíu og Bandaríkjanna gegn byltingu Jemens 2014 sem hefur drepið 377.000 manns, þar af...
Published 01/22/24
Í kvöld munum við ræða við Ólaf Jónsson og Kára Jónsson um gengisfellingu krónunnar. Er verið að halda gengi krónunnar niðri viljandi og þá hvers vegna? Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert undanfarið og það leitt til þess að kaupmáttur heimilanna hefur rýrnað. Mörg stærstu fyrirtæki landsins, þar á meðal stórútgerðirnar, nota aðra gjaldmiðla en krónuna og geta grætt gríðarlega á því að gengi krónunnar sé lágt. Þorri Íslendinga tapar hins vegar kaupmætti með lækkandi gengi krónunnar. Könnum...
Published 01/19/24
Dr. Giti Chandra er fræðimaður hjá GEST-verkefninu við Háskóla Íslands og hélt nýverið erindi í Stjórnmálaskóla Sósíalistaflokksins um nýlendustefnuna. Anita Da Silva Bjarnadóttir, Guðröður Atli Jónsson, Karl Héðinn Kristjánsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir munu ræða við Giti um nýlendustefnuna og áhrif hennar á heiminn okkar í dag Fylgist með klukkan 18:00 á Samstöðinni!
Published 01/15/24
Í kvöld ætlum við að fjalla um ákæru Suður Afríku á hendur Ísraels, um neyðarástandið á Gasa, fjölmiðlaumfjöllun og alþjóðalög Sjáið ræður Suður Afríku manna við Alþjóðadómstóllinn og skoðum sönnunargögnin fyrir því að Ísrael hefur sýnt fram á ásetning og tilraun til þjóðarmorðs
Published 01/12/24
On tonights episode we have a special guest from Norway. Mímir Kristjánsson is a member of the Norwegian Storting for the Rødt (red) party, he was formerly a city councilor in Stavanger and a political journalist for Klassekampen. Join us as we explore the Red party and how it's projects relate to our struggle in Iceland. We discuss energy infrastructure and the EU market, austerity, privatization, capitalism vs. democracy and the need for socialist reforms and action on Red reality...
Published 01/08/24