Episodes
Tonny by Sigga Dogg
Published 08/30/23
Muniði þegar ég keyrði um landið og blaðraði stjórnlaust um allskonar? Ég veit þú trúir því kannski ekki...en fólk er búið að vera biðja um MEIRA SVOLEIÐIS! Og þar sem kynfræðslan er að fara svona hressilega af stað og ég er að fara rúnta um landið (enn eina ferðina) þá ætla ég að bjóða þér að vera með mér. Ef þú ert nýr hlustandi þá já - hljóðgæðin eru ekki góð. Það er bara þannig. Stefni ekki á að laga það. Og ég fann ekki upphafs og endalagið mitt en ég mun leita að því, lofa. Og ég fer um...
Published 02/01/22
Published 02/01/22
Ég hef verið að pæla lengi í fantasíum (ÞVÍ ÞÆR ERU SVO MIKILVÆGAR!) og ætla af því tilefni að hendast í að halda kvöldstund um það fyrirbæri! Hverjar eru algengustu fantasíurnar og hvað þýða þær? Má fantasera um hvað sem er og hvern sem er, hvernig sem er? Hvað segir fantasían manns um mann? Hvernig býr maður til fantasíu? Hvernig aðgreinir maður á milli fantasíu og raunveruleika? Hvernig skapar maður öruggt rými í sambandinu sínu til að ræða fantasíuna sína? Viðburðurinn fer fram...
Published 09/16/20
Maður á svölunum, edik í brúsa með blómadropum, skilnaður, bókaskrif, hor og kaffibolli - bara beisikk mánudagur.
Published 09/14/20
Hljóðgæðin eru ekki frábær...en ég LOFA að pælingarnar eru það... eða kannski ekki! Úff, datt á smá trúnó og allskonar pælingar um ást og ástarsorg en svo kom svo hressileg vindhviða að ég hætti í miðri hugsun og fór að hlusta á tónlist og syngja og dansa með! En hér er ég, meðfram Sæbraut, að syrgja ástina og hoppa á steinum.
Published 05/08/20
💞 Við Andrea sem er með Líf kviknar, og nú bráðum Líf dafnar, settumst niður, sprittuðum hendurnar, fengum okkur rauðvín og opnuðum línuna fyrir spurningar um kynlíf og móðurhlutverkið og af nógu var að taka! 💞 Þetta er hljóðupptakan af beinni útsendingu á Instagram 19.apríl 2020 💘
Published 04/29/20
Spurt & Svarað með Siggusinni! Hvað töluðum við EKKI um? Kynlíf á túr, að koma út sem bi í gagnkynhneigðu sambandi, líkamsímynd, slit, þröngar píkur, grindarbotninn, samskipti, undirgefni, ástarsorg, sambönd, ástina, kynlíf, sjálfsfróun, fullnægingar og svo meira kynlíf - minnir mig...!
Published 04/29/20
Seinni hluti píkupartísins sem fer aðeins meira inn á sjálfsfróun og fullnægingar og skvört og g-blettinn og vörurnar sem geta leyst allskyns píkukvillaleiðindi - meira hér https://florealis.is/vorur/
Published 04/23/20
Ég var með beina útsendingu á INSTAGRAM um píkuna a til ö! Það var talað um píkuna, bara píkuna og EKKERT annað því það má! og þarf! Við auðvitað byrjuðum á að skilgreina hvað einkennir góða píkuheilsu - bráðnauðsynlega upplýsingar að hafa, ættum eiginlega að gera segul til að setja á ísskápinn! En hvað töluðum við ekki um...?! Bólur, útferð, lykt, bleyta, skvört, gbletturinn, snípurinn, leghálsinn, unaður, fullnægingar, barmar, lýtaaðgerðir, nærbrækur og sjálfsfróun...og margt margt...
Published 04/23/20
I AM FREEZING MY C**T OFF! snow storm and social distancing and corona virus and hornyness and fantasies - are you here for it all?
Published 04/05/20
Fólk virðist vera að kafna úr greddu - það er bara þannig! En við skulum ekki alveg missa okkur og gleyma grindarbotninum, typpi og píkur, gerið það með mér á meðan þið hlustið! Koma svo, kreppa sleppa kreppa sleppa...
Published 04/05/20
SÓL ÞAÐ VAR SÓL Í DAG! Og ég fór á hótel yfir helgina með titrarana mína og sleipiefni - það er sjálfsást í lagi!
Published 03/21/20
Ertu í sóttkví? Óttastu samgöngu og/eða útgöngubann? Ertu bara heima hjá þér að kafna úr greddu og langar að fá smá gott í kroppinn en ert líka með Covid kvíða? Gjörðusvovel - símasex!
Published 03/11/20
Ertu í sóttkví? Ertu á leið í sóttvkí? Ertu með Corona kvíða? Ertu búin að horfa á Love is Blind? Þetta er þátturinn fyrir ÞIG!
Published 03/11/20
jájájájá ég veit ég veit, ég er búin að vera andlega fjarverandi! En hvernig er það að reyna að finna ástina í dag? Ég er svolítið búin að vera pæla í þessu og ræða þetta við mann og annan, aðallega samt raddirnar í hausnum mínum og við sjónvarpið. Er hægt að finna ástina á tímum raunveruleikasjónvarps og smáforrita?!
Published 02/24/20
Einstakur viðburður í sögunni. (var það ekki annars?!) Við þrjú leiddum saman hesta okkar og spjölluðum um allskonar á IG í vikunni en hér er upptakan af því spjalli - NJÓTTU! og GLEÐILEGA HÁTÍÐ!
Published 12/18/19
Ég er í Helsinki í vinnuferð og viti menn - kemur í ljós að bandaríski tónlistamaðurinn T.I. fer árlega með dóttur sína til læknis til að staðfesta órofið meyjarhaft. Hvar á ég að byrja?! Þetta er stutt og laggott en mikilvægt!
Published 11/07/19
Ég lenti í skemmtilegri uppákomu á Konukvöldi í Hveragerði um helgina og það fékk mig til að hugsa um allskonar... mikilvægi munnmaka, druslustimpilinn, karlmennsku og karlmenn og bara lífið almennt. Eða svona þannig.
Published 10/07/19
I am going to Mexico in just under a week and I CAN NOT WAIT! But I also have so much going on at the moment - it is CRAZY! I am organising my CockChat event here in Iceland, and participating in a workshop for the Prime Ministers Ministry, doing stand-up all over and going to Finland for Sexpos 50year celebration! So yeah. PARTY as always!
Published 10/03/19
Hefurðu pælt í lengdinni á typpinu þínu? Hefurðu mælt á þér typpið? Hvað finnst þér um punginn þinn? Þrífurðu typpið fyrir notkun með félaga? Hvar finnst þér best að rúnka þér? Ég er aðeins að pæla í typpum þessa dagana... og með könnun, endilega taktu þátt - bara gaman :) https://forms.gle/4YjTBqLDxYnDMMM96
Published 09/29/19
Ég var með foreldramorgun í bókasafni Kópavogs og nýtti tímann á leiðinni og tók upp pælingar um æsandi armkrika, glæra sáðvökvann sem kemur úr kóngnum við kelerí, kynfræði í HR og hvernig megi nota húmor í kynfræðslu. Eins og venjulega, allskonar og útum allt.
Published 09/15/19
🗣Everybody has a voice and it takes only one person to start a revolution 👊 So M.Pence came to visit Iceland. Our First Lady, or Mrs. President as I also like to call her, Mrs. Eliza Reid, wore a white pant suit. A silent but powerful nod to her “sisters” in the US Congress who wore white pantsuits to show the gender discrepancy in Congress (only 23% women). A month before Alexandra Ocasio-Cortez got sworn in, being the youngest woman in American political history to become a senator. She...
Published 09/10/19
Djöfull var það gott á mig að taka upp þennan þátt og finnast ég vera best í heimi bara til að koma heima og lenda á jörðinni og finnast allt vera glatað og ég vera glötuð.... En svona er þetta líf, upp og niður! Og þannig er dagurinn pínu í dag. Pínu niður. Eins og þynnka, en er ekki svindl að vera þunn þegar ég datt ekki einu sinni í það?! Það ætti að vera bannað! Allavega - smá svona röfl og pælingar um allskonar - ein ást til ykkar allra sem hlustið!
Published 09/10/19
Getur túrbikar fests eða týnst í leggöngunum? Má fróa sér með gosflösku? Í hvaða átt er best að skeina sér? Hver er þessi „legháls“? (hint - cervix) Þú færð svör við öllu þessu og meiru til! OG ég er farin á fullt að bóka kynfræðslu inn í haustið og veturinn!
Published 08/24/19