Episodes
Við höldum áfram að segja örsögur úr sögu ÍA líkt og í síðasta þætti. Fjallað verður um umdeildan Íslandsmeistaratitil árið 1958, dómaraleikinn fræga árið 1992 og Bjarnamarkið svo eitthvað sé nefnt. Viðmælendur: Sturlaugur Haraldsson og Andri Júlíusson
Published 11/11/20
Published 11/11/20
Published 11/11/20
ÍA hefur verið í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu í 70 ár.  Á ýmsu hefur gengið en viðfangsefni þáttarins eru nokkur einkennileg mál í sögu félagsins. Svaðilför á sjó, ólöglegir leikmenn og fleira. Viðmælendur: Hörður Helgason, Steindóra Steinsdóttir og Sturlaugur Haraldsson.
Published 10/02/20
Published 10/02/20
Published 07/23/20
George Kirby hafði mikil áhrif á knattspyrnuna á Akranesi. Hann gerði Skagamenn að Íslandsmeisturum 1974, 1975 og 1977 og að bikarmeisturum 1978 og 1982. Ferli hans hjá ÍA lauk þá á sorglegan hátt þegar ÍA féll úr efstu deild árið 1990. Í þættinum kynnumst við Kirby, hverju hann breytti á Skaganum og hvers vegna hann gat ekki gert sömu hluti árið 1990 og hann gerði 1974 með Skagann. Viðmælendur þáttarins eru: Haraldur Sturlaugsson, Þröstur Stefánsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Brandur...
Published 07/23/20
Published 07/10/20
Árið 1997 fór fram afar einkennilegur leikur í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. Viðmælendur: Steinar Adolfsson, Pálmi Haraldsson, Ellert Jón Björnsson, Hjálmur Dór Hjálmsson, Jóhannes Gíslason og Sæmundur Víglundsson.
Published 07/10/20
Published 06/26/20
Bakarinn, Gunnar Sigurðsson, var í forystu knattspyrnunnar á Akranesi hátt í þrjátíu ár. Það gekk á ýmsu á þessum tíma en það hefur gustað um Gunnar alla tíð og hann hefur verið umdeildur. Í viðtalinu verða hæðir og lægðir hans á ferlinum ræddar. Þátturinn er í boði Íslandsbanka á Akranesi
Published 06/26/20
Published 06/13/20
Bakarinn, Gunnar Sigurðsson, var í forystu knattspyrnunnar á Akranesi hátt í þrjátíu ár. Það gekk á ýmsu á þessum tíma en það hefur gustað um Gunnar alla tíð og hann hefur verið umdeildur. Í viðtalinu verða hæðir og lægðir hans á ferlinum ræddar.  Þátturinn er í boði Fasteignasölunnar Hákots.
Published 06/13/20
Í þættinum fyrir síðasta heimaleik Skagans er knattspyrnuárið gert upp á skemmtilegan hátt. Reynt verður að fanga stemninguna í kringum liðið og stiklað á því helsta sem gekk á.
Published 09/27/19
Published 09/16/19
Í níunda þætti Skagahraðlestarinnar fengum við þrjá Skagamenn, þau Hörð Helgason, Ellu Maríu Gunnarsdóttur og Sverri Mar Smárason til að segja okkur frá sínum eftirminnilegustu minningum tengdum Knattspyrnufélagi ÍA.
Published 09/16/19
Published 08/10/19
Í áttunda þætti Skagahraðlestarinnar settist Laufey Sigurðardóttir um borð og gerði upp stórmerkilegan feril sinn.
Published 08/10/19
Published 07/27/19
Í þættinum er fjallað um markmenn á breiðum grundvelli. Tekist er á við spurninguna: Hvers vegna í ósköpunum velur sér einhver að vera markmaður? Gestir þáttarins eru Árni Snær Ólafsson og Páll Gísli Jónsson.
Published 07/27/19
Published 07/03/19
 Árið 1979 var ævintýri líkast fyrir Skagamenn. Liðið fór í þriggja vikna keppnisferð til Norður-Súmötru á Indónesíu um vorið, spilaði tvo vináttuleiki við Feyenoord um sumarið og mætti svo Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa um haustið. Álagið var mikið þetta ár því liðið lék alls 42 leiki frá miðjum mars til byrjun októbers. Jón Gunnlaugsson settist um borð í Skagahraðlestina til að fara yfir þetta merka ár. 
Published 07/03/19