Gunnar W. - 5 ára edrúmennska
Listen now
Description
Gunnar W. smiðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið segir okkur frá magnaðri vegferð sinni. Hann segir okkur frá þrígreiningu sjúkdómsins andlega meinið, huglæga þráhyggjan og líkamlega ofnæmið. Hann lýsir tengingu sinni við hugbreytandi efni og hvernig sú tenging þróaðist og varð til algjörar uppgjafar. Hann segir okkur frá sjálfum sér með kómískum hætti þegar hann fór sérleiðir og hvert það skilaði honum. Að lokum segir hann okkur frá vitundarsambandi sínu við æðri mátt/guð og lífsreynslu sem breytti honum varanlega á hugleiðslufundi. Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara! - Trigger warning - Sumir kaflar þáttarins gætu hugsanlega valdið váhrifum/fíkn
More Episodes
Published 04/10/22
Sigurþóra Bergsdóttir er viðmælandi þáttarins. Sigurþóra er framkvæmdastýra Bergið Headspace og er með mastersgráðu í vinnusálfræði, nýlega var hún valin kona ársins hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík. Hún segir okkur frá stofnun Bergið Headspace. Við fáum allskonar fróðleik um Bergið Headspace,...
Published 04/10/22
Brynjar Logi er 19 ára strákur sem deilir reynslu sinni. Hann segir okkur frá því hvernig hann þróaði með sér fíkn. Hann talar um tímana þar sem hann var samþykktur af vinsæla liðinu og hvernig hann klúðraði framhaldsskólanum. Í dag hefur hann verið edrú í 2 ár og líf hans hefur tekið miklum...
Published 04/03/22