Episodes
Published 04/10/22
Sigurþóra Bergsdóttir er viðmælandi þáttarins. Sigurþóra er framkvæmdastýra Bergið Headspace og er með mastersgráðu í vinnusálfræði, nýlega var hún valin kona ársins hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík. Hún segir okkur frá stofnun Bergið Headspace. Við fáum allskonar fróðleik um Bergið Headspace, tölfræði og allskonar skemmtilegt. 
Published 04/10/22
Brynjar Logi er 19 ára strákur sem deilir reynslu sinni. Hann segir okkur frá því hvernig hann þróaði með sér fíkn. Hann talar um tímana þar sem hann var samþykktur af vinsæla liðinu og hvernig hann klúðraði framhaldsskólanum. Í dag hefur hann verið edrú í 2 ár og líf hans hefur tekið miklum framförum.  
Published 04/03/22
Viðmælandi þáttarins er Pálmi Snær rappari og öðlingur. Pálmi segir okkur frá því hvernig var að alast upp í ghettóinu og hvernig erfiðleikar á barnsaldri höfðu áhrif á viðhorf hans til lífsins. Hann var ungur þegar hann byrjaði að selja fíkniefni og segir hann okkur ástæðuna fyrir því... sem er ekki sú sem þú heldur.
Published 03/25/22
Viðmælandi þáttarins er Jóhanna Björk sem er verkefnastýra Frú Ragnheiðar á suðurnesjum. Hún hefur einnig unnið á Konukoti, gistiskýlinu og Frú Ragnheiði í Reykjavík. Hún segir okkur frá mikilvægi skaðaminnkunar, fræðir okkur um skjólstæðinga hennar. Ásamt því að hún gefur okkur einstaka innsýn í þau neyðarúrræði sem hún hefur unnið á. Þetta er skylduhlustunar þáttur! 
Published 03/18/22
Viðmælandi þáttarins er Dagbjört Felstead, hún deilir lífsreynslu sinni. Hún er móðir ungs manns sem er í dag edrú. Hún leiðir okkur í gegnum þá áhrifaþætti sem höfðu áhrif og hvað hún gerði til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann myndi fara þessa leið. Dagbjört segir okkur svo frá því að hún lendir svo sjálf í slysi og hvernig aðrir hlutir hafa áhrif á hennar hlutverk. 
Published 03/11/22
Viðmælandi þáttarins er Svavar, sagan er stór og viðsnúningurinn enn stærri. Svavar fagnaði 2 ára edrúmennsku nýlega og leiddi hann okkur í gegnum lífið, allt frá því að vera polli í vestmannaeyjum yfir í að búa á götunni í yfir 10 ár. 
Published 11/28/21
Viðmælandi þáttarins er hún Klára Óskarsdóttir. Klara segir okkur frá lífi sínu og hverrnig lífið tók breytingum þegar hún fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Englands. Hún segir okkur frá því hvernig lífið varð einn blekkingarleikur... Í dag er Klara edrú og í virkilega góðum málum að gera flotta hluti í lífinu. Við mælum með að hlusta á þáttinn 
Published 11/14/21
Viðmælendur þáttarins er Eðvarð og dóttir hans Anna. Eðvarð er alkahólisti í bata, sjómaður, stjórnar meðlimur það er von og umfram allt pabbi. Anna er dóttir Eðvarðs. Þetta er einstakur þáttur en í þáttinum þræðir Eðvarð sögu sína og Anna fær að segja okkur hennar upplifun af því hvernig er að eiga pabba sem gat ekki verið til staðar á yngri árum. 
Published 11/07/21
Viðmælandi þáttarins er enginn annar en Davíð Tómasson, gekk undir listamannsnafninu Dabbi T. Þátturinn er pakkaður af einlægni, heiðarleika og ábyrgð. Davíð rekur sögu sína af sjálfsþekkingu og er ljóst að hann hefur unnið í sjálfum sér og sér hlutina með einstakri yfirsýn. Við hvetjum ykkur til að deila frásögninni á sem flesta staði. 
Published 10/31/21
Viðmælandi þáttarins er engin önnur en Heiðdís Austfjörð, hún segir okkur frá lífi sínu og upplifunum. Hún deilir með okkur skoðunum og já er allskonar! Skemmtilegur þáttur 🥰 Ef ykkur líkar vel munið að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von. 
Published 10/24/21
Viðmælandi þáttarins er líklegasta með eldri sálum sem við höfum hitt, en hann Óli segir okkur frá lífshlaupi sínu sem spannar nú samt ekki nema 20 og eitthvað ár. Hann er sveitastrákur og gefur okkur innsýn í sína upplifun. Við minnum ykkur á að deila og tagga okkur á samélagsmiðlum það er von. 
Published 10/17/21
Viðmælandi þáttarins er Svava Sigurðardóttir. Í þættinum segir hún okkur frá feluleiknum, grímunni sem hún hélt útávið. Hún segir okkur að það hafi verið sjokk fyrir fólk að heyra að hún væri á leið í meðferð. Saga Svövu gefur okkur svo góða innsýn í stóran hóp af fólki sem þróar alkahólisma á fullorðinsárum. Við minnum ykkur á að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von
Published 10/10/21
Viðmælandi þáttarins er enginn annar en Davíð Máni. Davíð gefur okkur einstaka sýn í hvernig er að vera með einhverfu og ánetjast hugbreytandi efnum. Við vonum að þið hlustið vel á frásögn Davíðs, við erum þakklát fyrir að hafa fengið hann í þáttinn, við minnum ykkur á að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von 🥰
Published 10/03/21
Viðmælandi þáttarins er Rebekka Hrafntinna. Sagan hennar er mögnuð og við vonum að þið hlustið, því þessi stelpa er algjör hetja. Ef ykkur líkar þátturinn munið að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von 🥰
Published 09/26/21
Viðmælandi þáttarins er Snæþór Ingi, hann var ofvirkur krakki sem var útum allt. Hann aðhyllist mótorsport og síðarmeir líkamsrækt. Hann náði miklum árangri í því sem hann var að gera en byrjaði að fikta við stera og eftir það breyttist margt. Ef ykkur líkar þátturinn, ekki gleyma að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von
Published 09/19/21
Þá er það part 2.  Haldið ykkur fast, spennið sætisbeltin! Hér kemur batinn! Hvetjum ykkur til að deila, deila, deila og tagga okkur 🥰 
Published 09/13/21
Eva Löve er viðmælandi þáttarins. Þetta er part 1. Eva segir okkur frá magnaðri lífsreynslu sinni. Við mælum með að þið hlustið vel og spennið sætisbeltin, því þessi þáttur er heljarinnar ferð. Part 2 kemur út á morgun og mælum við með að þið verðið dugleg að deila. Þessi saga er mögnuð! 
Published 09/12/21
Katla Snorradóttir hefur verið á flótta undan sjálfri sér og tilfinningum sínum frá barnsaldri. Hún hefur náð 15 mánuðum edrú og í góðum bata eftir nokkrar tilraunir til að flýja sjálfa sig. Hún segir okkur söguna sína, áföll og sigra. 🥰
Published 09/06/21
Katla Snorradóttir hefur verið á flótta undan sjálfri sér og tilfinningum sínum frá barnsaldri. Hún hefur náð 15 mánuðum edrú og í góðum bata eftir nokkrar tilraunir til að flýja sjálfa sig. Hún segir okkur söguna sína, áföll og sigra. 🥰
Published 09/05/21
Viðmælandi þáttarins er Gunnar Diego, hann segir okkur frá uppvaxtar árunum þar sem hann upplifði mikið einelti. Á unglings aldrinum kynnist hann hugbreytandi efnum og segist hann ekki gera greinarmun á löglegum og ólöglegum efnum, allt sé þetta flótti. Hann segir að hann sé fixer og mixer, að hann hafi alltaf verið á flótta. Hann lýsir hvernig ástarsambönd, skyndikynni, tölvur, dagdraumar, klám og vímuefni höfðu áhrif á viðhorf sýn og gefur okkur innsýn í hugarheim sinn í gegnum tíðina....
Published 08/26/21
Viðmælandi þáttarins er Gunnar Diego, hann segir okkur frá uppvaxtar árunum þar sem hann upplifði mikið einelti. Á unglings aldrinum kynnist hann hugbreytandi efnum og segist hann ekki gera greinarmun á löglegum og ólöglegum efnum, allt sé þetta flótti. Hann segir að hann sé fixer og mixer, að hann hafi alltaf verið á flótta. Hann lýsir hvernig ástarsambönd, skyndikynni, tölvur, dagdraumar, klám og vímuefni höfðu áhrif á viðhorf sýn og gefur okkur innsýn í hugarheim sinn í gegnum tíðina....
Published 08/26/21
Í þættinum förum við um víðan völl og tölum um allskonar tengt það er von. Ef þú vilt styrkja það er von samtökun - Rkn 552-26-1565 og kt 5709190670 [email protected]
Published 08/24/21
Í þættinum förum við um víðan völl og tölum um allskonar tengt það er von. Ef þú vilt styrkja það er von samtökun - Rkn 552-26-1565 og kt 5709190670 [email protected]
Published 08/24/21
Bjartmar Leósson sem er betur þekktur sem hjólahvíslarinn er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. Hann er hvorki með fíknisjúkdóm né aðstandandi en hefur á sinn einstaka hátt nálgast okkar jaðarsettasta fólk á jafningjagrundvelli í gegnum samtöl í stað þess að finna sökudólga og vilja refsa þeim fyrir að taka reiðhjól og annað slíkt ófrjálsri hendi. Bjartmar fór að taka eftir mikilli umferð stolinna hjóla í miðbænum fyrir töluvert löngu síðan og talar hann um að það séu oftar en ekki...
Published 08/15/21