Bjartmar hjólahvíslari :)
Listen now
Description
Bjartmar Leósson sem er betur þekktur sem hjólahvíslarinn er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. Hann er hvorki með fíknisjúkdóm né aðstandandi en hefur á sinn einstaka hátt nálgast okkar jaðarsettasta fólk á jafningjagrundvelli í gegnum samtöl í stað þess að finna sökudólga og vilja refsa þeim fyrir að taka reiðhjól og annað slíkt ófrjálsri hendi. Bjartmar fór að taka eftir mikilli umferð stolinna hjóla í miðbænum fyrir töluvert löngu síðan og talar hann um að það séu oftar en ekki okkar veikustu bræður og systur í samfélaginu sem eru að bjarga sér.
More Episodes
Published 04/10/22
Sigurþóra Bergsdóttir er viðmælandi þáttarins. Sigurþóra er framkvæmdastýra Bergið Headspace og er með mastersgráðu í vinnusálfræði, nýlega var hún valin kona ársins hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík. Hún segir okkur frá stofnun Bergið Headspace. Við fáum allskonar fróðleik um Bergið Headspace,...
Published 04/10/22
Brynjar Logi er 19 ára strákur sem deilir reynslu sinni. Hann segir okkur frá því hvernig hann þróaði með sér fíkn. Hann talar um tímana þar sem hann var samþykktur af vinsæla liðinu og hvernig hann klúðraði framhaldsskólanum. Í dag hefur hann verið edrú í 2 ár og líf hans hefur tekið miklum...
Published 04/03/22