Sölvi Blöndal - forsprakki Quarashi og hagfræðingur ársins
Listen now
Description
“Ég hafði ekki áhuga á að vera í þessu lífi eina sekúndu í viðbót. Ég ætlaði aldrei að snerta kjuðana aftur og það var svo góð tilfinning. Það er besta tilfinning sem ég hef fengið að hætta í Quarashi.” Sölvi Blöndal einsetti sér að verða besti trommari í heimi og nýstofnuð hljómsveit hans, Quarashi, var fínasti vettvangur til þess. Quarashi sló í gegn á heimsvísu, komu Jinx á Billborad listann, hituðu upp fyrir Eminiem og Prodigy, túruðu fyrir ofuraðdáendur í Japan en hljómsveitarmeðlimir gátu ekki meir. Með sína maníu-nálgun á lífið settist Sölvi, þá 30 ára, á skólabekk með íslenskum aðdáendum sínum. Eftir útskrift er hann ráðinn inn í Kaupþing af Ásgeiri Jónssyni, þaðan yfir til Gamma og árið 2017 er hann kjörinn hagfræðingur ársins.
More Episodes
Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum...
Published 12/01/23
Published 11/07/23
Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á...
Published 11/07/23