Brynjar Karl
Listen now
Description
“You can’t make a pig a race horse, but you can make a pretty fast pig” - Þetta hefur alltaf fests með mér, mér finnst svo gaman að þjálfa svín. Mér finnst svo gaman þegar svínin pakka veðhlaupahestunum saman.   Brynjar Karl, stofnandi og eigandi Sideline Sports (hugbúnaður notaður af færustu þjálfarateymum heims: NBA, NFL, Bandaríski herinn ofl.), eigandi KeyHabits, meistari í kvíðanum og þjálfari íþróttafélagsins Aþenu. Brynjar hefur 35 ára starfsreynslu, unnið með herakademíum í Bandaríkjunum, Alþjóða körfuknattleikssambandinu (FIBA) og virtum þjálfurum um allan heim en ákvað að taka erfiðasta verkefni lífs síns að sér á hliðarlínunni: að þjálfa ungar stelpur í körfubolta. Vegferðin og þjálfunaraðferðir Brynjars stinga í stúf og samfélagið situr ekki á skoðunum sínum þegar kemur að börnunum. Börnin eru þá ekki vandamálið í augum Brynjars heldur foreldrarnir og íþróttafélögin - enda fengu kraftar og hugmyndafræði hans óvæntan mótbyr. Við ræðum tvískiptan feril Brynjars, sem þjálfari og frumkvöðull í ótrúlegu harki í Bandaríkjunum, Sideline Sports, vanviðring samfélagsins á börnum, mannréttindabrotin inní íþróttahúsunum, innihaldslaus hrós foreldra til kvíðna barna, slagsmál stelpna og hvar Brynjar fer á skjön við samfélagið.
More Episodes
Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum...
Published 12/01/23
Published 11/07/23
Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á...
Published 11/07/23