#141 - Fida Abu Libdeh
Listen now
Description
Fida flutti 16 ára gömul frá Palestínu til Íslands. Það var forgangsatriði fjölskyldunnar að þau myndu mennta sig en Fida komst stutt í námi eftir áratug af námsörðugleikum, þar til hún fékk greiningu á lesblindu. Þar eftir nældi hún sér í hverja gráðuna á fætur annarri og lauk námi í umhverfis- og orkutæknifræði. Lokaverkefnið hennar varð að fyrirtækinu sem hún stýrir nú í dag: GeoSilica. Í þættinum ræðum við raunveruleika palestínskra barna, hvernig hermenn skjóta og handtaka börn þar í landi, að búa við hræðslu sem barn og hvernig það fylgir henni til dagsins í dag, að vilja frekar tilheyra heldur en að flytja í átt að öryggi, flutningana til Íslands, áskoranirnar sem mættu fjölskyldunni og rekstur fyrirtækisins sem hún stýrir í dag.
More Episodes
Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum...
Published 12/01/23
Published 11/07/23
Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á...
Published 11/07/23