Sigurlína Ingvarsdóttir
Listen now
Description
"The woman responsible for the year’s biggest video game" eru orðin sem Fortune nota til að lýsa Sigurlínu Ingvarsdóttur, framleiðanda í afþreyingarbransanum sem er stærri en tónlist og stærri en kvikmyndir: tölvuleikir. Sigurlína er áhugasöm um flesta hluti en vélaverkfræðingur að mennt. Hún sótti fljótt í ábyrgðarstöður og starfaði í lyfja- og smásölugeiranum áður en gaf sig á tal við Hilmar, stofnanda CCP, sem leiddi til ráðningar hennar í tölvuleikjabransanum. Sigurlína er vægast sagt próaktíf og sækir hlutina sem hún vill frekar en að bíða eftir þeim. Við ræðum starfsferil hennar, hvaða þáttum þarf að huga að við val á framtíðarstarfi, ráð til dætra hennar varðandi starfsvettvang, tölvuleikjaiðnaðinn, hugarheim Marvel og Star Wars, að sækjast í ábyrgð, stærstu verkefnin sem hún hefur fengist við, heillaskrefin á leið sinni þangað og suðupott tölvuleikjaframleiðslu í heiminum.
More Episodes
Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum...
Published 12/01/23
Published 11/07/23
Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á...
Published 11/07/23