Einar Vilhjálmsson - Efling hins megnuga sjálfs
Listen now
Description
Einar Vilhjálmsson er einn mesti íþróttamaður sem Íslendingar hafa átt. Hann var íþróttamaður ársins árið ’83 ’85 og ’88 og árið 1985 var hann stigahæsti frjálsíþróttamaður heims þvert á allar frjálsíþróttagreinar. Keppnisferill Einars spannar um 220 mót í 22 löndum og hafnaði hann á verðlaunapalli á 200 þeirra. Við fáum góðar sögur af ferlinum og einnig heimspekilega sýn Einars á lífið um eflingu hins megnuga sjálfs, að spyrja sig og aðra af hverju, hvers vegna er ég að þessu, hvernig er hægt að bæta sig, hvernig hann byggði upp eldmóð fyrir hvert kast (undir gríðarlegri pressu) og að sjálfsöðu hvernig það er að vera eldri bróðir Simma Vill.
More Episodes
Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum...
Published 12/01/23
Published 11/07/23
Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á...
Published 11/07/23