Episodes
Ingibjörg Einarsdóttir er ein af upphafsmanneskjum Stóru upplestrarkeppninnar og hefur fylgt þessu merka framtaki allt frá upphafi en saga keppninnar spannar alls 24 ár.
Published 05/25/20
Birgir Örn Guðjónsson er fyrsti viðmælandi Vitans sem er ekki starfsmaður hjá Hafnarfjarðarbæ en vinnur þó í Ráðhúsi bæjarins í áhugaverðu tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbæjar sem kallast Þorpið.
Published 04/24/20
Published 04/24/20
Kristrún Sigurjónsdóttir er listakokkur og stundar sína hugleiðslu við bakstur og eldamennsku sem vinir og ættingjar sækja í. Hún er með nám á meistarastigi í fjölmenningu, hnattrænum tengslum og fólksflutningum og starfar sem kennsluráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem hún sinnir ráðgefandi hlutverki á sviði fjölmenningar í öflugu samstarfi við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila. Kristrún er hreinræktaður Hafnfirðingur (fæddist þó ekki hér) og vill hvernig annars...
Published 02/21/20
Sviðsljósið í Vitanum þessa vikuna á John Friðrik Bond Grétarsson, verkefnastjóri Hamarsins, ungmennahúss sem opnað var í gömlu Skattstofunni að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði fyrir rétt tæpu ári síðan. Í þessum þætti segir John okkur frá orkunni sem hann var uppfullur af sem ungt barn og baráttu hans við að beisla orkuna og finna sinn farveg. Ungur ákvað hann að mennta sig í tómstunda- og félagsmálafræði og nýta þannig reynslu sína og sögu öðrum ungmennum til eflingar og hvatningar. John Bond...
Published 02/07/20
Barnavernd er fagleg þjónusta með góðan tilgang. Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri barnaverndar Hafnarfjarðar, hefur verið búsett í Hafnarfirði frá tólf ára aldri og þykir óendanlega vænt um bæinn sinn og hafnfirskt bæjarsamfélag. Helena og samstarfsfólk hennar hjá barnavernd halda utan um mikilvæga þjónustu hjá sveitarfélaginu sem snýr að því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Eðli málsins samkvæmt getur þjónustan...
Published 01/31/20
Björn Bögeskov Hilmarsson fagnar 30 ára starfsafmæli í apríl hjá Hafnarfjarðarbæ. Böddi eins og hann er gjarnan kallaður er klárlega á réttum stað í starfi. Hann er þjónustulundaður fram í fingurgóma, er menntaður í skrúðgarðyrkju og hefur nýtt sína menntun vel í starfi. Böddi er Kópavogsbúi, búið alla tíð þar og er harður stuðningsmaður Breiðabliks. Í hans tilviki er það líklega kostur að búa ekki í Hafnarfjarðarbæ þar sem hann kæmist tæplega úr vinnunni því verkefnin eru jú nánast...
Published 01/24/20
Í þessum þætti ræðir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, líf sitt hjá bænum og með bænum síðustu áratugina. Geir er einn þeirra starfsmanna sem hafa meira og minna alla sína starfsævi starfað innan sveitarfélagsins. Þar hefur hann sinnt mörgum og mismunandi störfum sem flest eiga þau það þó sameiginlegt að snúa að börnum og ungmennum og eflingu þeirra á einn eða annan máta. Þar spila forvarnir, hreyfing og heilsa mjög stórt hlutverk og hefur Geir komið að og...
Published 01/17/20
Hulda Björk Finnsdóttir er orkurík og jákvæð gömul fimleikastjarna úr Garðabænum sem lauk námi sínu í félagsráðgjöf í Noregi þar sem hún bjó um nokkurra ára skeið og hlaut m.a. sína fyrstu starfsreynslu á fósturgreiningardeild á Sjúkrahúsinu í Þrándheimi. Hún er yngst fjögurra systkina og skilgreinir sig sem örverpi fjölskyldunnar. Uppeldismál hafa alltaf átt hug hennar allan og var hún snemma að árum farin að hafa sterkar skoðanir á uppeldi barna. Sóttist því mikið eftir því að vinna á...
Published 01/10/20
Í þessu viðtali við Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra er víða komið við, m.a. rætt um æskuna í Hafnarfirði, háskólaárin, fjölmiðlastörfin, ræktunaráhuga, matargerð, stjórnmálin og svo auðvitað hvað felst í því að sinna starfi bæjarstjóra.
Published 12/13/19
Halla Harpa Stefánsdóttir er forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvarinnar að Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Hundakona mikil sem hefur gert það að ævistarfi sínu að þjálfa, efla og þróa aðferðir og leiðir sem stuðla að notkun óhefðbundinna tjáskipta. Halla Harpa ákvað það 10 ára gömul að verða gæslusystir (sem síðar varð að starfsheitinu þroskaþjálfi) og hefur frá 16 ára aldri unnið að málefnum fatlaðs fólks, þá fyrst á gamla Kópavogshæli eftir að hafa fylgt móður sinni í störfum hennar á...
Published 12/05/19
Hjördís Jónsdóttir er mikil hugsjónamanneskja og með hjartað á réttum stað. Hjá henni er fólkið í forgrunni og ung að árum ákvað hún að umönnun og uppeldi væri hennar köllun í lífinu. Í dag starfar Hjördís sem deildarstjóri 1. – 5. bekkjar í Áslandsskóla og hefur blómstrað í störfum sínum hjá grunnskólum Hafnarfjarðar þar sem hún hefur alið manninn allt frá útskrift. Hjördís ólst upp á Sauðarkróki og hafði þaðan greiðan aðgang að sveit ömmu og afa og varði þar öllum sínum sumrum sem ung...
Published 11/29/19
Guðrún Þorsteinsdóttir er fæddur Gaflari en fluttist ung til Keflavíkur þar sem hún er búsett í dag. Guðrún er menntuð leikskólakennari og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Tók þátt í að reka einkarekinn leikskóla um tíma í anda Hjallastefnunnar. Hún hefur víðtæka reynslu af mannauðsmálum m.a. hjá Reykjanesbæ, Isavia og núna hjá Hafnarfjarðarbæ. Eldskírnina í mannauðsmálum hlaut hún hjá Reykjanesbæ þar sem hún fór í gegnum nokkur efnahagsáföll með tilheyrandi áskorunum í atvinnumálum...
Published 11/22/19
Eiríkur G. Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, var minnstur í bekknum þegar hann var yngri, matvandur mjög og frekar feiminn fram eftir aldri og lítill í sér. Hann fékk mjög listrænt uppeldi, lærði sjálfur á blokkflautu sex ára gamall og kann í dag ekki á öll hljóðfæri eins og margur heldur. Eiríkur ræðir í þessu spjalli Vitans um mikilvægi tónlistar í stóra samhenginu, lífið sem Hundur í óskilum og þá sköpun sem er að eiga sér stað í Tónlistarskóla Hafnafjarðar alla daga....
Published 11/15/19
Hildur Arna Håkansson er ungur kennari á unglingastigi í Skarðshlíðarskóla. Hún hefur vakið talsverða athygli fyrir sína kennsluhætti m.a. með notkun spjaldtölva. Hildur Arna þykir ná sérstaklega vel til unglinganna sem hún segir vera mjög áhugasama enda bera mörg verkefni þeirra þess merki. Hildur Arna er viðmælandi í nýjasta þætti Vitans, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar. Í þessu skemmtilega viðtali fer ekki á milli mála að hún er kennari af ástríðu. Hún er náttúrubarn og kennir náttúrufræði....
Published 11/08/19
Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar er kvenskörungur mikill og kona allra verka. Hún hefur ósjaldan sést með hamar á lofti og málband um hálsinn við uppsetningu á nýjum sýningum og öðrum þeim verkefnum sem safnið hennar sér um eða tekur þátt í. Korteri seinna er hún komin í hlutverk gestgjafa og farin að taka á móti gestum og gangandi á sýningar, opnanir, leiðsagnir, tónleika og smiðjur með fagfólki sínu í Hafnarbirg. Í þessum Vitans ræðir Ágústa m.a. um listina að lifa og...
Published 11/01/19
Í framsæti Vitans að þessu sinni situr Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar eða Fanney fræðslustjóri eins og hún er jafnan kölluð. Fanney er að eigin sögn lítil, dökkhærð, snaggaraleg og snarvirk 45 ára íslensk sveitarstelpa sem alin er upp á Suðurnesjunum og býr þar enn í dag. Í þessum þætti segir hún m.a. frá þeirri ást og kærleik sem býr í nafninu hennar og frá hennar helstu ástríðu sem snýr að uppeldis- og menntamálum. Fanney kom til starfa...
Published 10/25/19
Hér er rætt við Önnu Báru Gunnarsdóttir, deildarstjóra þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar. Anna Bára er lykilmanneskja í þjónustu bæjarins og fáir sem hafa betri sýn á þjónustu við íbúa og gesti bæjarins. Hún veitir okkur innsýn í dagleg verkefni og hvernig þjónusta bæjarins hefur þróast sl. 15 ár og skemmtilegar sögur af samskiptum við íbúa. Anna Bára er búsett í Hafnarfirði en ólst upp í Keflavík og segir okkur frá uppvexti sínum þar, áhugamálum og fjölskyldu. Hún er hlaupakona, prjónakona og...
Published 10/18/19
Í þessum þætti er spjallað við tvo af þeim starfsmönnum sem standa í brú skipulagsmála hjá Hafnarfjarðarbæ á degi hverjum. Skipulagsmál geta í eðli sínu verið flókin í undirbúningi og framkvæmd á sama tíma og þau eru afar skemmtileg og skapandi. Gunnþóra og Þormóður segja hér frá sjálfum sér, áhugamálum sínum og framtíðardraumum ásamt því að reyna að útskýra á mannamáli út á hvað skipulagsmál ganga. Hvað er aðalskipulag? Hvað er deiliskipulag? Hvað er forskrift? Og hvernig tengist þetta allt...
Published 10/11/19
Í þessum þætti kynnumst við málefnum hælisleitenda og flóttafólks hjá Hafnarfjarðarbæ. Einnig kynnumst við starfsmanninum Ægi Erni sem gegnir stöðu deildarstjóra stoðdeildar í málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Ægir er litríkur karakter og hefur mjög áhugaverðar sögur að segja frá sínum uppvexti, erfiðri lífsreynslu, skólagöngu, lífi bakarans, kennarans, félagsráðgjafans, handboltadómarans og skýrum markmiðum sem hann hefur sett sér í lífi og starfi.
Published 10/03/19
Í þessum þætti Vitans, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar, ræðir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri við Andra Ómarsson, verkefnastjóra viðburða. Hafnarfjörður hefur stimplað sig rækilega inn sem menningarbærinn síðustu árin og fjöldi fjölbreyttra viðburða og skemmtana í boði í viku hverri sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á samfélagið í heild og rekstur á svæðinu. Þannig hefur m.a. fjöldi nýrra veitingastaða og kaffihúsa sprottið upp út um allan bæ og fjöldi innlendra og erlendra gesta aukist til...
Published 09/27/19
Í öðru viðtali Vitans ræðir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri, við Evu Michelsen, verkefnastjóra Lífsgæðaseturs St. Jó en þann 5.september síðastliðinn var húsnæði St. Jó opnað að nýju eftir 6 ára óvissu. Í dag eru fimmtán fyrirtæki starfandi innan veggja setursins sem öll eiga það sammerkt að starfa í þágu samfélagins á sviði heilsueflingar og bættra lífsgæða. Eva rekur hér forsöguna og segir frá framkvæmdunum sem hafa staðið yfir síðustu tvö árin. Þessi fyrsti áfangi í uppbyggingu St. Jó...
Published 09/21/19
Í fyrsta viðtali í Vitanum, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar, ræðir Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs, við Björn Pétursson, bæjarminjavörð. Viðtalið er tekið upp í hinu sögufræga húsi Bookless Bungalow við Vesturgötu þar sem Björn leiðir okkur í gegnum áhugaverða þætti í starfsemi safnsins, sögu bæjarins og segir skemmtlegar sögur m.a. af draugagangi, atkvæðasmölun Siggu í Siggubæ og gefur okkur uppskrift að góðum sunnudegi í Hafnarfirði.
Published 09/05/19