Episodes
Published 04/02/20
Andrea Rún Carlsdóttir starfar sem jógakennari og nuddari og hefur lært hvoru tveggja. Þá hefur hún einnig lært hugleiðslujóga, Yoga Nidra, sem snýst um að ná algerri djúpslökun. Hér leiðir hún okkur í gegnum ca. 30 mínútna hugleiðslu . Hugleiðslan byrjar á 1:40 - Komum okkur vel fyrir og leyfum okkur að ná algerri djúpslökun saman. (Bannað að dæma að ég sé að anda hátt þarna á hliðarlínunni).
Published 04/02/20
Andrea Rún Carlsdóttir er viðmælandi þáttarins. Andrea starfar sem jógakennari og nuddari og hefur lært hvoru tveggja. Þá hefur hún einnig lært hugleiðslujóga, Yoga Nidra, sem snýst um að ná algerri djúpslökun. Í þættinum ræðum við kostina við að hugleiða, leiðir til að læra að hugleiða og tökum eina lauflétta öndunaræfingu sem getur hjálpað til við að ná hugarró.
Published 04/02/20
Indíana Nanna Jóhannsdóttir er viðmælandi minn í þessum þætti af Aðeins meira en bara GYM. Indíana hefur gert það gott sem þjálfari síðustu ár og gaf nýverið út bókina Fjarþjálfun. Hún hefur leyft fólki að fylgjast með sínu daglega lífi á Instagram-síðu sinni en þar deilir æfingum, tæknilegum atriðum, uppskriftum og fleiru með fylgjendum sínum.
Published 01/22/20
Silja Úlfarsdóttir, fyrrum afrekskona í frjálsum er viðmælandi þessa fyrsta þáttar 2020. Silja hefur í gegnum tíðina unnið með fullt af íþróttafólki úr ýmsum greinum. Þá hefur hún þjálfað það í snerpu og hlaupastíl og þjálfar bæði atvinnumenn, unglinga og unga krakka. Á dögunum setti hún af stað verkefni sem heitir Klefinn.is og er nýr fjölmiðill fyrir íþróttafólk. Í ljósi umræðna um íþróttafólk og styrki frá fyrirtækjum síðasta haust fannst Silju hún knúin til að demba sér í þetta verkefni...
Published 01/15/20
Arnar Pétursson (eða Addi Pé) hefur í gegnum tíðina bæði æft og þjálfað hlaup sem hefur skilað góðum árangri enda sjöfaldur Íslandsmeistari í maraþoni. Hann gaf nýverið út bókina Hlaupabókin þar sem hann hefur tekið saman ýmis mikilvæg atriði um hlaup eins og upphitun, að vita tilganginn og hausinn í löngu hlaupi. Í þættinum ræðir Birna við hann um algeng byrjendamistök, langtímamarkmið og hvernig maður hættir að hata hlaupabrettið. Þátturinn er á vegum Útvarp 101.
Published 12/11/19
Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er 26 ára gamall og hefur stundað kraftlyftingar síðan hann var 15 ára en honum hefur vægast sagt gengið vel á þessum 11 ára ferli. Á síðasta ári stimplaði hann sig inn sem heimsmeistari þegar hann tvísló fyrra heimsmetið (397,5 kg) þegar hann lyfti 398 kg í annarri lyftunni sinni og svo 405 kg í þriðju og síðustu lyftunni. Í þættinum fer hann í gegnum mótið og heimsmetið ásamt...
Published 12/04/19
Arnhildur Anna Árnadóttir er viðmælandi minn í þessum þætti. Hún er 27 ára félagsfræðingur og förðunarfræðingur, ljúf og kát en ekki síst magnaður íþróttamaður og hefur stundað kraftlyftingar í nokkur ár. Þar sem hún er sérfræðingur í að lyfta þungu spurði ég hana út í kraflyfturnar þrjár, hugarfar, litlu atriðin og svo leiddi hún mig í gegnum sína fullkomnu hnébeygju. Hún segir frá muninum á því að taka styrktaræfingu og Max-æfingu ásamt því hvernig hún stillir sig inn fyrir slíka æfingu. Um...
Published 11/27/19
Unnar Helgason er gestur minn að sinni en Unnar veit sitt hvað um þjálfun, heilsu og álag við líkamsrækt. Sjálfur er hann í hörkuformi og er einn af þessum sem byrjaði í CrossFit áður en allir byrjuðu í CrossFit. Hann hefur lagt sitt af mörkum við að efla CrossFit samfélagið á Íslandi og var til dæmis meðal þeirra sem komu CrossFit Akureyri á laggirnar en sömuleiðis hefur hann þjálfað CrossFit út um allan bæ. Ekki nóg með að vera fáranlega mikill CrossFit nagli heldur þá er hann líka búinn að...
Published 11/20/19
Vala Rún Magnúsdóttir er viðmælandi Birnu í nýjasta þætti Aðeins meira en bara GYM. Vala er 22 ára gömul, er að læra rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, situr í stjórn ungra athafnakvenna, er samskiptastjóri *Stelpur styðja stelpur*, starfar hjá Veitum sem svæðisstjóri, einn þáttastjórnenda hlaðvarpsins Þegar ég verð stór en ásamt þetta öllu er Vala fyrrum skautadrottning. Vala byrjaði fimm ára að læra á skauta og það má segja að hún hafi orðið heltekin af íþróttinni þar sem hún hefur...
Published 11/13/19
Katrín Steinunn Antonsdóttir er 26 ára spretthlaupari sem leggur áherslu á 100 og 200 metra spretti. Katrín byrjaði tvítug að æfa spretthlaup eftir að hafa æft handbolta og fótbolta á sínum yngri árum. Við ræddum hvernig það var að koma seint inn í íþróttina, hvernig hugarfarið hefur breyst, muninn á því að vera í hópíþrótt og einstaklingsíþrótt og mikilvægi þess að treysta á æfingaferlið. Katrín er þessa stundina að byggja sig upp fyrir næsta keppnistímabil og er spennt fyrir framhaldinu,...
Published 11/06/19
Böðvar Tandri Reynisson, betur þekktur sem Böddi er viðmælandi minn í þessum öðrum (semi fyrsta) þætti af Aðeins meira en bara GYM. Böddi, er 22 ára gamall, hann er að læra verkfræði í HR, æfir lyftingar og er (að mínu mati) mjög góður í að lyfta þungu. Hann hefur verið að þjálfa í nokkur ár núna, bæði einkaþjálfun og hópþjálfun og er í dag yfirþjálfari Víkingaþreksins í Mjölni. Ég get vottað fyrir það að Böddi er góður þjálfari þar sem hann hefur pússað ýmsar hreyfingar hjá mér og hjálpað...
Published 10/30/19
Tvíburarnir Benedikt (Bensi) og Halldór (Dóri) Karlssynir eru viðmælendur í fyrsta þætti Aðeins meira en bara GYM. Bensi og Dóri eru ekki bara sjarmatröll í fantagóðu formi heldur einnig afar vel að sér í CrossFit og öllu sem því tengist. Í þættinum voru fyrstu tvær æfingarnar af Open-inu gerðar upp ásamt því að spá í hvað kæmi næst, hverjum er gaman að fylgjast með og hvort fólk viti yfir höfuð muninn á röddum þeirra bræðra (ATH! þær eru mjög líkar). Þátturinn er á vegum Útvarp 101.
Published 10/23/19