Nýsköpun, vísindin og við - Jón Atli Benediktsson
Listen now
Description
Vorum á jaðrinum en erum núna í miðju hringiðunnar! Jón Atli Benediktsson Vísindamaður, Professor og Rektor Háskóla Íslands er gestur 21. þáttar Auðvarpsins. Við förum yfir ferilinn,  upphafið og ástríðuna sem fylgir því að vinna að skemmtilegum verkefnum með skemmtilegu fólki,  bæði innanlands og utan.  Jón Atli fer yfir alþjóðlegt samstarf sem HÍ er aðili að og leiðtogahlutverk okkar litla Háskóla. Mikil tækifæri eru fólgin í frekara samstarfi háskóla á Íslandi, þar sem verkefnið er að ryðja hindrunum úr vegi og skapa tækifæri og umhverfi þar sem fólk og þekking blómstrar. Við förum yfir nýsköpunaráherslur Háskólans og hvernig Auðna getur orðið að liði.  Mikilvægi fræðslu og miðlunar reynslu og þekkingar. Miklar breytingar til góðs hafa átt sér stað í Íslenska þekkingarumhverfinu á síðustu áratugum.  Við Íslendingar eigum erindi og getum stuðlað að þróun lausna sem bæta allra hag. Ekkert viðtal við Jón Atla er viðtal við Jón Atla án Fall og pönksins.  Afskaplega skemmtilegt að heyra hve mikil áhrif tónlist hefur á andann og tilfinningalíf rektorsins. Rúsínan í pylsuendanum er svo frábærlega skemmtileg saga um tilurð frægs viðtals Jóns Atla og Kolbeins Árnasonar við meistara Frank Zappa, sem sannanlega stundaði nýsköpun í tónlistarsköpun sinni.  These days með Joy Division: https://open.spotify.com/track/1208J1WMoVXWdyfEgGM8OT?si=59efb0bdaa374eeb Viðtal Jóns Atla og Kolbeins við meistara Frank Zappa frá 1992:  https://soundcloud.com/j-n-atli-benediktsson/sets/frank-zappa-interview-in-1992 www.audna.is
More Episodes
Risastór tækifæri í heilbrigðistæknigeiranum! Freyr Karlson stofnandi Heilsutækniklasans mætti í settið í Grósku og ræddi við Sverri Geirdal um tækifærin og áskoranirnar sem blasa við í heilsugeiranum. Eina leiðin til að ná einhversskonar tökum á geiranum er að stunda Nýsköpun.  Það er eina...
Published 01/30/24
Gervigreindin á hug okkar allann.  Í þessum þætti fær Sverrir Geirdal Láru Herborgu Ólafsdóttur lögmann og eiganda hjá LEX í heimsókn. Regluverkið!  Er ástæða til að setja reglur um gervigreindina?  Hver myndi þá gera það og af hverju? Við förum yfir málið og fáum stöðuna hjá Láru.  Við förum...
Published 01/10/24