Nýsköpun, vísindin og við - Hrönn Greipsdóttir - Nýsköpunarsjóður
Listen now
Description
Nýsköpunarsjóður er brúin yfir og vinin í dauðadalnum! Í 22. þætti Auðvarpsins förum við yfir fjármögnunarumhverfi nýsköpunar á Íslandi, séð frá sjónarhóli Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Sem fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári! Framkvæmdastjóri sjóðsins, Hrönn Greipsdóttir er gestur þáttarins. Við byrjum samt á allt öðru, við byrjum á hótel Sögu sem við söknum, um leið og við fögnum nýju hlutverki hússins sem hluti af háskólasamfélaginu í Vatnsmýrinni. Hlutverk sjóðsins í umhverfinu er að finna og bregðast við markaðsbrestum,  ekki að vera í samkeppni við aðrar fjármögnunarleiðir.   Það er markaðsbrestur í fjármögnun vísindalegrar nýsköpunar, sérstaklega á sviðum þar sem þekking fjárfesta er af skornum skammti. Í því samhengi ræðum við möguleika á stofnun „Proof of Concept“ sjóðs og hlutverk Nýsköpunarsjóðs í því samhengi. Sjóðurinn er sígrænn sem er áskorun í sveiflukenndu umhverfi en um leið nauðsynlegur valkostur.  Allir hafa aðgang að sjóðnum og geta sótt um og kynnt sínar hugmyndir.   Sjóðurinn hefur komið að um 200 fyrirtækjum á síðustu 25 árum, fær 100 til 150 erindi á ári og fjárfestir í 2 til 3.  Endum svo á möguleikum til gistingar á svítunni á Hotel Holti. Skemmtileg stund með Hrönn sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja um sjóðinn í fortíð, nútíð og framtíð. www.audna.is
More Episodes
Risastór tækifæri í heilbrigðistæknigeiranum! Freyr Karlson stofnandi Heilsutækniklasans mætti í settið í Grósku og ræddi við Sverri Geirdal um tækifærin og áskoranirnar sem blasa við í heilsugeiranum. Eina leiðin til að ná einhversskonar tökum á geiranum er að stunda Nýsköpun.  Það er eina...
Published 01/30/24
Gervigreindin á hug okkar allann.  Í þessum þætti fær Sverrir Geirdal Láru Herborgu Ólafsdóttur lögmann og eiganda hjá LEX í heimsókn. Regluverkið!  Er ástæða til að setja reglur um gervigreindina?  Hver myndi þá gera það og af hverju? Við förum yfir málið og fáum stöðuna hjá Láru.  Við förum...
Published 01/10/24