X-Nýsköpun, vísindin og við - Smári McCarthy
Listen now
Description
X-Nýsköpun, Smári McCarthy Smári McCarthy er gestur okkar í þessum þætti.  Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun,  þekkingu,  hlutverk ríkisins í Nýsköpun og margt margt fleira.  T.d. hvernig við Íslendingar gætum eignast okkar eigin geimfara. Tíundi þáttur Auðvarpsins er jafnframt fjórði þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum.  Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.   Hvernig nýtum við okkur þekkingu og hugmyndir fólksins í landinu til að byggja upp betra samfélag,  þurfum við að hjálpa fólki til að nýta sér þekkingu sína?  Er kerfið að hjálpa eða þvælast fyrir. Í þessum þætti fer fráfarandi þingmaður Pírata,  Smári McCarthy vel yfir sínar áherslur á tækifærunum sem við okkur blasa.  Segja má að þar sem Smári er að hætta í pólitík sé hann skemmtilega opinn og hispurslaus í sinni orðræðu.  Hann fer inná samanburð á Íslandi og Suður Kóreu ásamt að velta fyrir sér af hverju við Íslendingar erum feimnir við að gerast aðilar að erlendum stofnunum.   X-Nýsköpun
More Episodes
Risastór tækifæri í heilbrigðistæknigeiranum! Freyr Karlson stofnandi Heilsutækniklasans mætti í settið í Grósku og ræddi við Sverri Geirdal um tækifærin og áskoranirnar sem blasa við í heilsugeiranum. Eina leiðin til að ná einhversskonar tökum á geiranum er að stunda Nýsköpun.  Það er eina...
Published 01/30/24
Gervigreindin á hug okkar allann.  Í þessum þætti fær Sverrir Geirdal Láru Herborgu Ólafsdóttur lögmann og eiganda hjá LEX í heimsókn. Regluverkið!  Er ástæða til að setja reglur um gervigreindina?  Hver myndi þá gera það og af hverju? Við förum yfir málið og fáum stöðuna hjá Láru.  Við förum...
Published 01/10/24