Þáttur 56 - Viðtal við Má Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við HÍ
Listen now
Description
Í þessum þætti er farið yfir efnahagsmálin. Ég fékk til mín í settið hann Má Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Farið var yfir víðan völl og rætt um allt það helsta sem snýr að efnahagsmálum líðandi stundar. Rætt var um stýrivexti, verðbólgu, komandi kjaraviðræður, fasteignamarkaðinn, skýrslu viðskiptaráðherra og hugmyndir hennar um bankaskatt, hlutabréfamarkaðinn, skuldabréfamarkaðinn og fleira. -------------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid Stefnir er styrktaraðili þáttarins og er því um samstarf að ræða. Stefnir er  rekstrarfélag verðbréfasjóða og rekstraraðili sérhæfðra sjóða sem lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Félagið starfar samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Efni þáttarins er almennt ekki markaðsefni í skilningi laga. Komi það til í einstaka tilvikum verður sérstaklega greint frá því. Skal þá hafa í huga það sem fram kemur hér fyrir neðan: Þær upplýsingar sem koma fram í hlaðvarpsþættinum eru byggðar á upplýsingum sem hafa verið birtar opinberlega og eru opinberlega aðgengilegar á þeim tíma sem hlaðvarpið var tekið upp en Stefnir getur ekki ábyrgst áreiðanleika eða réttmæti slíkra upplýsinga frá þriðja aðila. Sérstök athygli er vakin á því að áætlanir og spár geta breyst án fyrirvara, á jákvæðan og neikvæðan hátt, og eru háðar utanaðkomandi óvissu og breytum sem eru ekki á valdi Stefnis. Skoðanir sem koma fram í hlaðvarpsþættinum eru skoðanir viðkomandi viðmælenda og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Stefnis. Upplýsingar sem fram koma í hlaðvarpsþættinum eru veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni eingöngu en fela á engan hátt í sér tilboð eða ráðleggingar um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Stefnir lætur ekki í ljós neina skoðun á núverandi eða framtíðarvirði neinna fjármálagerninga sem vísað er til í hlaðvarpsþættinum. Hlustendur bera einir ábyrgð á þeim fjárfestingaákvörðunum sem kunna að vera teknar á grundvelli atriða sem fram kunna að koma í hlaðvarpinu. Í hlaðvarpinu er ekki fjallað um alla áhættuþætti sem fylgja viðskiptum með fjármálagerninga. Hlustendur eru hvattir til þess að gera sjálfstæða könnun á þeim upplýsingum sem um ræðir og leita sér ráðgjafar áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu. Viðskipti með fjármálagerninga eru áhættusöm í eðli sínu. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlegar vísbendingar um framtíðarárangur. Almennt séð áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu eru hlustendur hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um fjárfestingu og áhættu á heimasíðu söluaðila sjóða hjá Stefni, https://www.arionbanki.is/markadir/sjodir/fjarfestingar-og-ahaetta/. Að því er varðar verðbréfasjóði og sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta sem Stefnir markaðssetur, eru hlustendur hvattir til að kynna sér útboðslýsingu og lykilupplýsingar fyrir viðkomandi sjóð/i. Útboðslýsingar og lykilupplýsingar sjóða eru aðgengilegar á heimasíðu Stefnis, https://www.stefnir.is/sjodir/. Stefnir hefur sett sér stefnu um meðferð hagsmunaárekstra. Hana má nálgast á heimasíðu Stefnis. 
More Episodes
Í þessum þætti er rætt við Davíð Torfa Ólafsson, forstjóra Íslandshótela. Rætt er um skráningu félagins á Aðalmarkað sem verður 30. maí næstkomandi, sögu hótelkeðjunnar, íslenska ferðaþjónustu og margt fleira. -------------- Fyrirvari:...
Published 05/16/24
Published 05/16/24
Í þessum þætti er rætt við Magnús Árna Skúlason, framkvæmdastjóra Reykjavík Economics. Rætt er um efnahagshorfur, stýrivexti, aukningu ríkisútgjalda, fasteignamarkaði í OECD, atvinnuhúsnæði og sitthvað fleira. ------------ Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 05/09/24