Episodes
Í þessum þætti er rætt við Ragnheiði M. Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Nordic Ignite en það félag fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum á hugmyndastigi. Rætt er um stofnun félagsins og hvert það stefnir, fjárfestingar í nýsköpun og fleira. ------------ Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 04/05/24
Published 04/05/24
Í þessum þætti er rætt við Kára S. Friðriksson, hagfræðing hjá Arion banka og Hjalta Óskarsson, hagfræðing hjá Landsbankanum. Farið var yfir stýrivaxtaákvörðunina, verðbólguhorfur, kjarasamningana og aðkomu ríkisins að þeim, íbúðamarkaðinn, horfur erlendis og fleira.
Published 03/20/24
Í þessum þætti er rætt við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar og nýkjörin formann Viðskiptaráðs. Rætt var um Viðskiptaþingið sem haldið var á dögunum, útgjöld hins opinbera, áfengislöggjöfina, rekstur Ölgerðarinnar og fleira. --------------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 03/05/24
Í þessum þætti er rætt við Þórð Pálsson, forstöðumann fjárfestinga hjá Sjóvá. Rætt er um efnahagsmál bæði hér heima og erlendis og margt fleira. Einnig er farið yfir spurningar hjá hlustendum. ------------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 02/16/24
Í þessum þætti er rætt við Halldór Halldórsson, forstjóra Íslenska kalkþörungafélagsins. Rætt var um starfsemi og stofnun Kalkþörungafélagsins, deilur félagsins við skattayfirvöld, skattamál, íþyngjandi regluverk og fleira. -------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 01/26/24
Í þessum þætti er rætt við Agnar Tómas Möller. Agnar hefur áratugareynslu af fjármálamarkaði og stundar nú nám í sagnfræði við Háskóla Íslands og situr í stjórn Íslandsbanka. Rætt var um horfur í efnahagsmálum, bæði hér heima og erlendis, hlutabréfa og skuldabréfamarkaði og ýmislegt fleira. -------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 01/12/24
Í þennan Áramótaþátt Fjármálakastsins fékk ég til mín viðskiptablaðamennina Júlíus Þór Halldórsson og Magnús Heimi Jónasson til að gera upp viðskiptafréttaárið 2023 og ræða um horfur fyrir árið 2024. Rætt var um helstu viðskiptafréttir ársins bæði innlendar og erlendar, hvaða aðilar voru áberandi í viðskiptalífinu á árinu sem leið, horfur í efnahagslífinu og á mörkuðum og sitthvað fleira. --------------------------- https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 01/04/24
Í þessum þætti er rætt við Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Rætt er um efnahagshorfur, kjarasamningana sem fram undan eru, rekstur Kópavogsbæjar, hlutverk ríkis og sveitarfélaga, skattamál, leikskólamál, skipulagsmál, gæluverkefni og margt fleira. ------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 12/22/23
Í þessum þætti er rætt við Valdimar Ármann, forstöðumann eignastýringar hjá Arctica Finance. Rætt er um efnahagshorfur hérlendis og erlendis, horfur á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum, fasteignamarkaðinn, verðbólgu og vaxtastig bæði hér heima og erlendis og fleira. ---------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 12/04/23
Í þessum þætti er rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs og Gunnar Úlfarsson, hagfræðing Viðskiptaráðs. Rætt er um Peningamálafund Viðskiptaráðs sem fram fór í síðustu viku, stýrivexti, efnahagshorfur, kjarasamningana sem eru fram undan, fasteignamarkaðinn og fleira. --------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 11/27/23
Í þessum þætti er rætt við Sólveigu R. Gunnarsdóttur, eiganda ráðgjafarfyrirtækisins Sólveig Consulting og fjármálastjóra GeoSilica. Rætt er um góð ráð þegar kemur að fjármálum, hvað fyrirtæki ættu að hafa í huga, nýsköpunarumhverfið á Íslandi og fjárfestingar í nýsköpun, efnahagshorfur, stýrivexti og kjaraviðræðurnar sem eru fram undan, fasteignamarkaðinn og fleira. Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 11/09/23
Í þessum þætti er rætt við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar. Rætt var um það sem fram fór á haustfundi Landsvirkjunar sem bar yfirskriftina Leyfum okkur græna framtíð. Þá var rætt um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, hvernig stjórnvöld ættu að bregðast við, hvar Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði í þessum málaflokki og fleira. ------------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 10/16/23
Í þessum þætti er rætt við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Rætt er um efnahagsmálin, stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans og kjarasamningana fram undan. Einnig er rætt um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, hagræðingaraðgerðir og skattamál. Þá er auk þess rætt um nýsköpunargeirann og hvað sé fram undan í ráðuneytinu í þeim efnum ásamt fleiru. ------------ Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 10/04/23
Í þessum þætti er rætt við Daða Kristjánsson, stofnanda og framkvæmdastjóra Visku Digital Assets en hann hefur starfað í 16 ár á fjármálamarkaði. Rætt er um skuldavanda ríkja, einkum Bandaríkjanna, hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af stöðunni og hvaða áhrif það myndi hafa ef til skuldakrísu kæmi. Einnig er rætt um stöðuna á skuldabréfamörkuðum, verðbólguna, bæði hér heima og erlendis og viðbrögð seðlabanka við henni. Þá er rætt um stöðu efnahagsmála hér heima, skuldir íslenska ríkisins og...
Published 09/28/23
Í þessum þætti er rætt við Ingvar Haraldsson, samskiptastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Rætt er um regluverk á fjármálamarkaði og breytingar sem hafa átt sér stað í fjármálageiranum á undanförnum misserum. Einnig er rætt um hugmyndir viðskiptaráðherra um bankaskatt. Þá er rætt um starfsemi og hlutverk SFF og auk þess um fjármálalæsi ungs fólks og fleira. --------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid
Published 09/24/23
Í þessum þætti er rætt við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Rætt er stuttlega um fjárlagafrumvarpið og efnahagsástandið en einblínt er á lífeyrismálin. Fjallað er um fjárfestingastefnu lífeyrissjóða, hvernig fjárfestingar lífeyrissjóða hafa gengið undanfarið, lagaumgjörðina í kringum lífeyrissjóði, fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis, sjálfbærar fjárfestingar og gagnrýni á þær, lífeyrismál almennt og hugmyndir fjármálaráðherra um aukið valfrelsi fólks í lífeyismálum og...
Published 09/14/23
Í þessum þætti er farið yfir efnahagsmálin. Ég fékk til mín í settið hann Má Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Farið var yfir víðan völl og rætt um allt það helsta sem snýr að efnahagsmálum líðandi stundar. Rætt var um stýrivexti, verðbólgu, komandi kjaraviðræður, fasteignamarkaðinn, skýrslu viðskiptaráðherra og hugmyndir hennar um bankaskatt, hlutabréfamarkaðinn, skuldabréfamarkaðinn og fleira. -------------------- Fyrirvari:...
Published 09/07/23
Í þessum þætti er rætt við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, formann Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Rætt er um ýmislegt tengt sjávarútvegi meðal annars stöðu greinarinnar, orðspor atvinnuvegarins, nýsköpun í sjávarútvegi, ákvörðun matvælaráðherra um að framlengja ekki hvalveiðibannið, fiskeldi og fleira. Þá er rætt stuttlega um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans og verðbólguna.
Published 08/31/23
Í þessum þætti er rætt við Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar. Rætt er um ýmislegt tengt ferðaþjónustu eins og til dæmis hvernig sumarið hefur gengið, hvort Ísland sé uppselt, lúxus ferðaþjónustu, markaðssetningu greinarinnar, hvernig íslensk ferðaþjónusta stendur í alþjóðlegum samanburði, aðgangsstýringu, skattlagningu og ýmislegt fleira. --------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid Stefnir er styrktaraðili þáttarins og...
Published 08/25/23
Í þessum þætti er rætt við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair. Rætt er um uppgjör félagsins, hvernig sumarið hefur gengið og ýmislegt tengt félaginu. ----------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid Stefnir er styrktaraðili þáttarins og er því um samstarf að ræða. Stefnir er  rekstrarfélag verðbréfasjóða og rekstraraðili sérhæfðra sjóða sem lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Félagið starfar samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og...
Published 07/31/23
Í þessum þætti er rætt við Andreu Sigurðardóttur og Andrés Magnússon, blaðamenn á Morgunblaðinu. Rætt er um Lindarhvolsskýrsluna, Íslandsbankaútboðið og ýmislegt fleira. ------------------ Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid Stefnir er styrktaraðili þáttarins og er því um samstarf að ræða. Stefnir er  rekstrarfélag verðbréfasjóða og rekstraraðili sérhæfðra sjóða sem lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Félagið starfar samkvæmt lögum...
Published 07/06/23
Í þessum þætti er rætt við Kristbjörgu M. Kristinsdóttur, fjármálastjóra Stefnis. Rætt er um sögu Stefnis og þá sjóði sem Stefnir býður upp á. Einnig er rætt um fjárfestingar almennt, sjálfbærar fjárfestingar og fleira. Stefnir er aðalstuðningsaðili þáttarins. ------------------ Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid Stefnir er styrktaraðili þáttarins og er því um samstarf að ræða. Stefnir er  rekstrarfélag verðbréfasjóða og rekstraraðili sérhæfðra...
Published 06/29/23
Í þessum þætti er rætt við Guðmund Halldórsson, framkvæmdastjóra Te og kaffi. Rætt er um sögu og rekstur Te og kaffi og sitthvað fleira. Fjármálakastið fer nú í tveggja vikna sumarfrí en nýr þáttur er væntanlegur í lok júní. -------------------------------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid Stefnir er styrktaraðili þáttarins og er því um samstarf að ræða. Stefnir er  rekstrarfélag verðbréfasjóða og rekstraraðili sérhæfðra sjóða sem lýtur...
Published 06/05/23