31 – Ari fróði og mæðraveldið
Listen now
Description
Hver fann upp ostaskerann? Eru menn enn óljúgfróðir eða er nútíminn ekkert nema falsfréttir? Var Ingólfur Arnarson fyrsti landnámsmaðurinn? Voru landnámsmenn umhverfisböðlar? Var fræðimennska fyrri tíma stundum eins og skyggnilýsingar? Hefði höfundur Egilssögu nefnt son sinn Órækja þegar systir hans notaði nafnið Egill? Voru konur Íslendingasagnakennarar? Mun Gunnlaugur verða þekktur í sögunni sem Gunnlaugur fróði? Alveg rugluð? Þið verðið það ekki eftir þennan þátt af Flimtani og fáryrðum!
More Episodes
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum....
Published 12/23/23
Published 12/23/23
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar,...
Published 11/20/23